SævarM wrote:
Seinasta sem ég ætla að gera er að röfla á netinu. finnst bara oft eins og það sé einhliða frásögn hérna og það er oft leiðinlegt, og auðvitað skil ég þig enn ég get líka sagt að ég finn mun meira til með Gunna enn nokkurn tíma þér eftir allt þetta vesen og höfuðverk og fleiri hundraðkalla úr eigin vasa þá skilar Gunni bílnum og þú ferð ánægður heim með miklu betri bíl enn þú varst með.
Þetta þarf ekkert að vera einhliða, öllum frjálst að skrifa hérna inn, það virðist bara vera þannig að það er meira tilefni fyrir mig að "röfla" yfir seinagangi heldur en fyrir Gunna að pósta einhverjum framförum í þessu verkefni. Á meðan þetta er þannig er eðlilegt að það halli aðeins á hann í þessu.
Það er líka ósköp eðlilegt að þú finnir meira til með Gunna í þessu heldur en mér þar sem að þið þekkist en þú þekkir mig ekkert. Ég hef fullan skilning á því, menn standa með sínum.
Mér finnst hinsvegar eins og flestir hugsi um Gunna eins og einhvern "poor Gunni" dæmi, eins og hann sé eitthvað grey sem ekkert getur. Þetta er fullorðinn maður sem að selur sig út sem Tjúner og er með Meistaragráðu í Mótorsportverkfræði. Ekki einhver algjör aumingi sem getur ekkert. Stærsti "útgjaldaliðurinn" fyrir einhvern annan en hann við svona rebuild væri vinnan, ekki varahlutirnir. Hann getur sett þetta saman sjálfur, auðveldlega.
Ég er pínu þreyttur á því að menn líti á mig sem "vonda kallinn", sterkari aðilinn, sem er að lemja á einhverjum smástrák eða minni máttar. Það er allavega það sem ég fæ á tilfinninguna. Það er vert að geta þess að Gunni ekki bara bauðst til þess að tjúna bílin heldur bað eiginlega um það.
Varðandi kostnaðinn við þetta rebuild:
Þessir hundraðkallar hjá Gunna hafa oft borið á góma. Það sem ég veit að hann er búinn að kosta til er eftirfarandi (annað veit ég ekki um).
Replacement mótor sem var GBP 300 ef ég man rétt (á eftir að draga frá mögulegt söluverð á pörtum sem verða ekki notaðir eins og B32 sveifarás, stangir og olíupanna).
Plönun á heddinu og vinnan í blokkinni sem ég veit ekki hvað kostar, en varla mikið meira en nokkur hundruð GBP.
Pakningasett fyrir utan heddpakningu, enda skaffaði ég hana
Stangarlegur
Suðuvinna við backpressuremæli á manifoldum (varla meira en GBP 50).
Sendingarkostnaður á USA stimplunum þegar hann sendi mér þá.
Bensínkostnaður við akstur..
Annað dettur mér ekki í hug.
Á meðan er ég búinn að kosta til nýjum stimplum, sem enduðu á því að kosta mig uþb € 1000 með sendingarkostnaði fram og til baka tvisvar sinnum ásamt sendingarkostnaði á heddpakningu, pakningunni sjálfri og kertum. Ætli kostnaðurinn liggi ekki einhverstaðar um € 1200 total hjá mér. Jú eitthvað átti ég af þessu nú þegar þannig að útlagður kostnaður er líklega rétt rúmlega € 1000.
Og N.B. það er algjör viðbótar kostnaður sem ég ætlaði aldrei í og hefði aldrei átt að þurfa að kosta til enda gerði ég ekkert til að valda þessu tjóni.
Við skulum hafa það á hreinu að Gunni ekki bara bauðst til þess að tjúna bílin heldur bað eiginlega um það.
Snúum þessu aðeins öðruvísi upp. Þú ert að gera upp hús, kanski nokkuð frægt hús sem margir fylgjast með. Svo þarf að breyta pípulögn. Vinur þinn sem er að klára meistarann í pípulögnum ekki bara býðst til að græja þetta heldur eiginlega óskar eftir því, þar sem að þetta gæti hugsanlega nýst honum í framtíðinni (segja frá því að hann hafi pípað upp þetta hús). Svo einhverstaðar í ferlinu gleymir félaginn að þrýstiprófa kerfið áður en hann helypir vatninu á, vanið flæðir um húsið og skemmir parket og innréttingar sem að höfðu kostað háar upphæðir í sérsmíði, óg ómældan tíma, blóð svita og tár húseignadans að setja upp.
Hvor er í verri málum, píparinn eða húseigandinn? Ég myndi halda húseigandinn því að ekki er bara búið að skemma fyrir honum hluti sem hann hefur unnið í lengi og lagt mikið fé í heldur verður líka töluverð tímatöf á því að hann geti notað húsið.
Píparinn er allur af vilja gerður að lagfæra þetta, segist þekkja smið og annan og að þetta verði græjað. Húseigandinn segir að hann sé tilbúinn að skaffa parketið þannig að það sé hægt að gera þetta sem fyrst. Svo líða mánuðir áður en að viðkomandi pípari mætir á svæðið til að rífa upp parketið og taka niður innréttingar, þar sem að það vantaði kúbein..
Svo þegar parketið er komið af líða mánuðir, og í millitíðinni gerir píparinn ekkert og fær heldur ekki sérfræðing til að meta tjónið að fullu. Enn stendur húsið ónotað, þar sem að Píparinn er að klára prófin og lokaverkefnið, en lofar að vaða í þetta um leið og skólinn er búinn. Svo klárast skólinn, og þá loksins er beðið um parket því nú er búið að kaupa innréttingar. Parketið kemur og þá á að fara að leggja á, en þá kemur í ljós að undirlagið er rennandi blautt og það hefur alveg láðst að meta tjónið að fullu og því þarf að bíða eftir því að undirlagið verði lagað. Svo hefst parketlögnin....... ...á meðan stendur húsið ónotohæft og/eða ósöluhæft. 9 mánuðum seinna..
Hvort er í verri málum????
Það má vel vera að ykkur finnist þetta ekki sambærilegt, en mér finnst það.
Bíllinn hefur staðið ónothæfur í næstum 9 mánuði vegna mistaka. (þar af er 1 mánður vegna þess að við fengum ranga stimpla)

sem var ekki Gunna að kenna, nér mér. En það er aukaatriði, segjum 8 mánuðir.
Við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta er nú bara 6cyl BMW mótor sem tekur menn hér á kraftinum ekki nema eina helgi að rífa í sundur og setja saman. Það er ekki verið að smíða geimflaug, og.. það er nákvæmlega ekkert í hardwareinu sem þarf að custom smíða, þetta var fullkomlega functioning verkfæri.
Mér tellst til að það séu liðnar c.a. 30 helgar síðan að mótorinn fór. Þar af eru allavega 15 síðan að Gunni kláraði skólann. Það má því lauslega áætla að það hefði verið hægt að smíða þennan mótor ALLAVEGA 7 sinnum ef maður er helmingi hægari en einhver sem er fær.
Svona að lokum þá leyfi ég mér að efast um að það væri eitthvað búið að gerast í þessu ef ég væri ekki "röflandi" um þetta við og við hérna, að ógleymdum röflinu í mér á msn/sms og í síma við Gunna sjálfan. Þá má vera að á einhverjum tímapunkti muni þetta fara að virka neikvætt á hann

I will have to risk it. Þetta er svona eins og þegar fótboltaþjálfarar taka "hárþurrkuna" á leikmenn.
ÉG er algerlega undir Gunna komin í þessu máli, hann er sá eini sem ég get nuddast í. Það má kanski fallast á það að sumum finnist óeðlilegt að ég sé að því hér, en þá má líka segja að það sé óeðlilegt að almennt að menn spjalli um hina og þessa hluti opinberlega. Ég er ekki í neinum persónublammeringum hérna, hef ekkert sagt um einn eða neinn sem ætti að vera særandi eða sem ég ætti eftir a þurfa að sjá eftir síðar meir, og ég veit að ég og Gunni eigum örugglega eftir að fallast í faðma þegar þessu er lokið og hann réttir mér lyklana, eigum báðir eftir að læra mikið á þessu dæmi.
p.s. af hverju segja menn að ég fái bílinn miklu betri en hann var. Hvað var eiginlega að honum? Ekkert nema tjúnið. Ef ég hefði látið þann ofmetna tjúna OEM tölvuna, væri hann þá mikið verri þannig? Það má teljast líklegt að bíllinn verði betri með VEMS tölvunni, en það veltur algerlega á tjúninu.
Þessi mótor var skotheldur þegar hann kom til UK, það sést best á því að hann tók á sig 60 dyno rönn með leanspot við max torque og dugði (að sögn Gunna) síðan langleiðina aftur til Oxford. Heddpakningin var meira að segja í lagi þó svo að stimplarnir hafi fengið nóg.