JÆJA!!!!
Bíladagar yfirstaðnir og mér tókst markmiðið mitt.
Það var að komast á E28 535i norður á Akureyri, taka þátt í götuspyrnunni og lenda ekki í síðasta sæti
Ætla henda inn nokkrum myndum sem ég tók af endasprettinum í síðustu viku þegar ég var að klára bílinn, og svo myndum af Bíladögum.
Eins og fram hefur komið í þessum þráð þurfti ég að nota vökvastýrisdælu úr E32 730i.
For reference purposes only...læt ég þessa mynd af henni fylgja
Pústið sem fór undir, original aftasti kútur ásamt rörum niður frá eldgreinum.
Custom smíðað 2" opið með opið á milli.....smíðað af SævariM
Allt að verða klárt og GStuning bræður fylgjast með af aðdáun
Æðislegu 14" stálfelgurnar sem voru undir honum í vetur
Svo rann upp ferðadagur og gekk allt glimrandi ALLA jómfrúarferðina norður á Akureyri.
Mótorinn og allt virkaði nákvæmlega eins og það á að virka, og hagaði sér eins og það hafði aldrei verið nein önnur vél í bílnum
Það leit út fyrir það á föstudeginum að ég hefði misst af möguleikanum til að taka þátt í götuspyrnunni....
...sökum þess að skráningarfrestur hafði runnið út kvöldinu áður, en ekki á föstudagskvöldið eins og ég hélt
VallaFudd tókst að toga í nokkra spotta innan Bílaklúbbs Akureyrar og koma mér í spyrnuna á tæknilegum atriðum. Takk Valli!
Skráning í spyrnuna.....
Kominn inn í pit að bíða eftir tímatökum.....
Fyrsta rönn í keppni....á móti M Roadster +nítró
Það þarf eflaust ekki að taka fram að ég tapaði
Tíminn í þessu rönni hjá mér var 10,046
Annað rönn á móti Roadsternum....
Roadsterinn þjófstartaði svo ég vann af tæknilegum ástæðum.
Tíminn minn 9,956, sem var líka minn besti tími þetta skiptið.
Þriðja og síðasta rönn á móti Roadster....
Ég missti allt afl þegar ég var kominn af stað og bíllinn var grútmáttlaus....
Drap svo á sér þegar ég var kominn út í endamark að snúa við....
Kíkti á það þegar ég var kominn inn í pit, helv ICV'inn (hægagangsskynjarinn), hafði dottið úr hosunni
Tíminn minn þar af leiðandi arfalélegur....10,854
En þetta var BARA gaman...enda fór ég ekki til að vinna, heldur leika mér og læra á bílinn.
Fyrsta skipti sem ég spólaði á þessum bíl var á ráslínunni í tímatökunum
Ferðin heim gekk líka glimrandi og er ég núna búinn að keyra bílinn tæpa 1400 km án athugasemda.
Með kveðju,
Ánægður E28 535i eigandi!
