Það er klárt mikið hitavandamál í húddinu hjá stefáni að fá kalt loft og svona.
40C lofthiti þegar hann ræsir á kvartmílunni og hitinn er kominn í 60C þegar runnið er búið.
Samt náði hann 12.35 skilst mér í dag.
Loggið segir að það sé lítið sem ekkert eftir af spíssunum fyrir ofan 6k snúninga og 1.3bar boost.
í raun þá eru þeir búnir fyrir ofan 1.3bar og 6k, því að þótt að tölvan þykist vera opna þá mikið meira útaf lofthitanum þá opnast þeir auðvitað aldrei meira enn 100%.
Kveikjan fer alveg vel aftur útaf hitanum, enn hún var frekar safe fyrir.
Það verður cold run bráðlega til að fá á hreint hver statusinn er á spíssunum. Enn þetta setup virðist vera að skila sínu loftflæðilega séð og er mjög solid setup sýnist mér. Svo er alltaf spurning hvort að MLS pakkningin og rangi knastása tíminn sé að hjálpa top endinu að einhverju leiti því þetta flæðir alveg mjög fínt fyrir ofan 6k.
Hann þarf klárlega að losna við hitann undann húddinu sem og hætta að sjúga inn svona ótrúlega heitt loft.
Koma dollunni í 11sek og þá verður hann sáttur

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
