Ég man vel eftir því þegar Sveinn var að velta þessu fyrir sér fram og tilbaka og ég skil vel lendinguna. Hún miðaðist eiginlega við það að hægt væri að taka á bílnum og mögulega "lenda í einhverju". Ef ég man rétt var heldur aldrei planið að fara í Turbo þó það hafi orðið ofan á. Svona útgerð er dálítil balansering - áreiðanleiki vs. mögulegur skaði og það er engin betri en eigandi bílsins í að meta hvar þetta hlutfall liggur.
Sumir taka bara gamla E30 eða Alfa Romeo 75 og keyra á 99% getu allan tímann... aðrir hafa efni á að taka 997 PDK en keyra kannski á 85% getu einmitt þar sem útafaksturinn kostar.
En Porsche rokkar samt

. Ég hef orðið talsverða reynslu af þeim mörgum án þess þó að hafa þurft að standa í útgerðinni sjálfur. En þetta þolir ótrúleg átök. Ekki margir held ég sem þola t.d. 30 launch control rönn í röð í max speed án vandræða, hvað þá dag eftir dag (t.d. er ábyrgð framleiðanda stundum felld úr gildi ef LC er notað oftar en einhver örfá skipti). Sterkt stöff.
Svo er annað mál að sá græni er líka bara svo assssskoti svalur. M3 GT í BRG með þessum breytingum er bara últra kúl - miklu meira kúl en 996 Turbo. GT3 hinsvegar

. En sá var og er gríðarlega dýr.
Ég sá einhversstaðar að Porsche hefðu tekið einn 997Turbo og prufað hann með lunch control systeminu aftur og aftur því einhverjir hefðu haldið að þetta færi svo illa með bílinn. Ég man ekki hvað þetta var gert oft en það var einhver fáránleg tala. Reyndar var alltaf hætt þegar hann var kominn í 100-150kmh.