Jæja, ég og Danni byrjuðum s.s. á mánudaginn að skipta um gorma að framan og erum ekki enn búnir
Læt myndirnar tala sínu máli:
58cm. uppí brattakant báðum megin að framan
59cm. uppí brettakantin að aftan, bílstjóramegin
59cm. uppí brettakantin að aftan, farþegamegin
Nýi vs. gamli afturgormurinn
Nýi mældist 21cm.
Gamli mældist 19,8cm.
Gamli með upphækkun mældist svo 22,8cm.
Svo skutumst við í bæinn í dag til þess að kaupa verkfæri sem að vantaði uppá til þess að klára verkið. Þetta kvikindi var keypt í Stillingu, ásamt 17mm. topp í Fossberg og mega flottar gormaklemmur sem að hann Danni sefur eflaust með undir koddanum sínum
Svo var hert á dótinu.............
Annar boltinn af tveimur slitnaði en hinn afmyndaðist eins og sést á myndinni
Þannig að farið var í Byko og keyptir tveir nýjir boltar en þeir slitnuðu líka

Þannig að við brunuðum aftur í bæinn, beint i Fossberg og keyptum þar tvo alvöru bolta mað 12.9 herslu og þeir héldu
Gamli vs. nýi framgormurinn en sá gamli er einnig frá Eibach
Nýi mældist 30,5cm.
Gamli mældist 29cm.
Hér er svo ástæðan fyrir því að við erum ekki enn búnir, en framdempararnir eru kaput. Þeir eru víst stillanlegir Koni demparar, eða voru það.......
Svo var annar demparinn(þessi efri) með forskrúfaðan skrúfgang
Svona skildum við svo við bílinn
