Tjúningar yfir höfuð eru jaðarsport
Túrbó tjúningar eru dýrt jaðarsport
Túrbó tjúnignar á S-mótorum eru mjög dýrt jaðarsport
sumir skilja ekki slíkt, ég t.d. tel mótorhjólaakstur í umferð vera jaðarsport

enda er maður dauður þó svo að maður fari varlega ef maður fær einn beint framaná sig.
En ástæða þess að ég nefni jaðarsport er að þetta er svona adrenalín upplifun þegar þetta virkar allt saman, MEGA orka og bara gaman. En slíkar æfingar geta endað með skelfilegum afleiðingum, fyrir veskið, en ekki endilega líkamlega, nema menn séu mjög óskynsamir.
Ég hef stillt dæminu dálítið svona upp ef ég væri að byrja núna:
1: Eiga M3 eins og hann var vélalega og keyra mikið, en vera ekki alveg sáttur með aflið, og líklega hefði ég verið að eltast við 20-30 hesta hér og þar sem er dýrt, á móti hefði ég líklega getað átt einn E92M3 í skúrnum fyrir mismuninn.
2: Fara í V8-V10 swap, sem á sínum tíma var ekki inni í budget (V10 þá) en hefði borgað sig á endanum. Stórefast um að ég væri með latari bíl með V10 og SMG3 vs S50B30 Biturbo og manual kassa. Believe it or not þá hefði það orðið ódýrari niðurstaða en núverandi, spurningin er hisvegar alveg hversu reliable yrði það, hversu oft þyrfti ég að fara til BMW í einhver tékk útaf limp-mode. V10 hefði þó orðið ótrúlega svalt, sérstaklega soundið.
3: Kaupa hreinlega kraftmeiri bíl..
4: Gera það sem ég gerði, en þá myndi ég gera það öðruvísi. Ég myndi strax fara í fully built vél, góð manifold, og allt góða dótið, því að þetta endar þannig hvort eða er ef maður er hneta, og spara fullt af dýrum milliskrefum.
Ég er ekki alveg viss um hvaða kostinn ég myndi velja, en ég er samt alveg viss um að ég myndi alltaf taka sömu pælinguna, hvað ef, hefði ég átt að, ég hefði aldrei átt að o.s.frv.
Svona lagað þurfa menn bara að ákveða sjálfir, og gera ráð fyrir því að hlutirnir kosti meira og fari úrskeiðis. Ég var t.d. að horfa á Mark Evans í gær þegar hann er að byggja Cobruna, hann fór 4000pundum rúmlega fram úr áætlun, og það á proven project, sem er kanski ekki mikið eitt og sér, en þegar það er skoðað í ljósi þess að budgetið var 10.000 pund.. þá er þetta 40% umfram.
Ef menn geta gert sjálfir er þetta mjög skemmtilegt, og gefandi. Ef menn þurfa/þurftu að borga fyrir allt eins og ég er þetta mjög auðvelt (nema peningalega, sem kemur oft eftirá þegar maður tekur saman kostnað).
ÞAÐ að menn fari síðan út í svona æfingar er bara gaman fyrir áhugamenn. Spáið bara í það hvernig þessi vefur væri ef menn væru ekki að gera og græja.. Hérna hittumst við til að bera saman, monta okkur (í góðri merkingu þess orðs) og gleðjast saman yfir afrekum hvers annars, hvort sem þau eru lítil eða mikil, dýr eða ódýr. Ég ætla rétt að vonast til þess að menn fari ekki að bera saman hver getur sparað mest með því að modda ekki.