[3. ágúst 2019]
Sumarið búið fyrir þeim bláa, knastása og kertaskipti urðu aðeins meira......
Myndir sýna restar af kerti og hvernig stimpill er brotinn. Heddið er líka laskað en ventlar virðast hafa sloppið.




Bíllinn var búinn að vera leiðinlegur á lágum snúning, grófur lausagangur og vantaði afl.
Allt benti til að þetta væri Vanos og/eða knastásskynarar. Einnig var bíllinn þannig að
eftir að maður keyrði ca. 5 km þá missti hann afl í smá stund en svo kom það til baka.
Þannig að í lok júní pantaði ég knastásskynjara ofl. Ætlaði að skipta um þá og double
tékka að vanos lóðningar væru í lagi.
En svo 7. júlí var ég að keyra út á braut, bara að dóla mér. Þá kom virkilega vondur
hristingur frá vélinni, hljómaði eins og vanos skrölt í nokkrar sek, en fór svo.
Fór beint inn í pitt og svo lullaði ég bílnum heim.
Það sem ég held að hafi gerst út á braut er að vélin át þetta kerti þar => læti.
Þarf að finna út af hverju.
Þannig að......
Ætla að panta nýja stimpla frá VAC, þrykkta CP 10.5
Rífa svo mótor úr, hedd af og svo rebuild í vetur.
Frekar pirrandi.
Næstum eins pirrandi og að ég var semsagt búinn að skipta um alla knastásskynjarana
með vélina í bílnum.
En til að líta á björtu hliðarnar, þetta build var búið að vera rock solid í 13 ár og 80.000 km.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...