Ég semsagt studdist við þennan guide:
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5 ... l-diy.htmlMaður þarf semsagt að hafa alls 16 þéttihringi, 2 mismunandi stærðir
og svo tvær pakkningar.
Byrjar á að losa lokið framanaf vanosinu.

Svo notar maður töng til að tosa solenoidin út, mín voru svo laus að þau duttu næstum sjálf út.
Hér sést svo eins og áður hefur komið fram að þéttihringirnir voru orðnir alveg flush:

12 volt notuð til að testa Solenoidin:

3 virkuðu og eitt alveg dautt. Öll MID/resistors voru í lagi og á sínum stað.
Svo fór ég að lóða á milli eins og sýnt er hér:

Fyrir:

Eftir:

Eftir þetta fór ég svo í að þrífa þetta. Setti contact cleaner í "skálina" ofaná og hleypti
síðan straum á/af meðan vökvinn rann inn í gegnum ventilinn (gatið í miðjunni)

Blés síðan lofti meðan ég opnaði/lokaði ventlinum.
Tók 2-3 svona umferðir á hverjum solenoid þangað til öll drulla var farin og þeir smelltu
hátt og snjallt þegar maður testaði þá.
Hjá mér var búið að fjarlægja netið/grisjuna (reyndar pínu tægjur eftir á nokkrum stöðum)
þannig að næst var að skipta um hringina.
Nýju hringirnir voru settir í Mobil 1 5-50 bað.

Svo að fjarlægja gömlu hringina:

Nýir hringir komnir í, munurinn sést vel hér:

Gömlu hringirnir voru harðir, meira eins og plast frekar en gúmmí.

Svo bara að koma þessu í aftur. Nú þurfti kúbein til að koma þessu í aftur, miklu stífara.

Svo er lokið sett yfir aftur með nýrri pakkningu og hert niður skv. spec, 19Nm.
Þar sem bíllinn er blásinn hafði ég það 20Nm.
Þá var það hin hliðin.
Þar leit þetta ekki glæsilega út þegar ég tók lokið af:

Eitt solenoidið var alveg ótengt, lóðningar höfðu gefið sig.

Gömlu lóðningar teknar burt og gert ready til að lóða þetta upp á nýtt:

Svo búinn að lóða þetta:

Fyrir utan þetta skref var þetta bara sama og hinumegin.
Smellti þessu svo í aftur, bíllinn rauk í gang, smá glamur meðan olían var að ná þrýstingi
í kerfinu. Gangurinn var fínn. Fór svo út í prufurúnt og bíllinn virkaði mjög vel, reyndar
ekki grip til að testa allt í botni. Fannst vera betra power neðar í snúningsbandinu.
En allavega, þetta er eitthvað sem flestir eiga að geta gert sjálfir, þetta DIY sem ég
linkaði á er mjög detailað og gott.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...