Henda smá update á þetta,
Ég verslaði mér 2x S14B23 mótora






Mótorinn sem er búið að setja í bílinn kemur úr M3 TJ-579 (US) ekinn um 300.000 þús, Talvan sem er í notkun var möppuð af Mr.X árið 2007.

Ástandið á þessum mótor er þokkalega gott miða við fyrri störf

það er slit í vatnsdælunni og er ný á leiðinni, fóðring fyrir alternator er með slit í sér og verður reddað.
Ég notaði í fyrstu forðabúrið sem var í bílnum fyrir því ég gat sett það í sætið þar sem það ætti að vera í með M20 mótora, þar sem ég er með rafgeimirinn í húddinu þar sem forðabúrið ætti að vera, En svo lenti ég í því að vatnslás húsið brotnaði og það sauð á bílnum. Er búinn að panta nýjan vatnslás pantaði einig nýja heddpakningu og heddbolta í leiðinni.
Þannig ég þarf þá að græja rafgeimirinn í skottið þegar ég kem aftur í fríið eftir næsta túr því forðabúrið bara passar ekki þar sem hitt var og er frekar kjánalegt að láta það passa þar.
En eftir stutta google leit hjá vini mínum þá fann hann að forðabúrið sem var í notkun ætti að halda 2 börum á vatnskerfinu og S14 búrið 1,4 börum sem sennilega útskýringinn á því að vatnslásin brotnaði.
Hinn mótorinn kemur úr tjónuðum M3 (Euro) fyrir um 20 árum síðan. Ekinn um 125 þús.
Það er eitt og annað sem er brotið á þeim mótor en vel hægt að gera við hann, sem er planið.


Fékk ýmislegt dót með þessum pakka,
USA gírkassi sem skiptibúnaður inní er bilaður.
EURO Dogleg gírkassi með brotinn 2. gír ekinn um 135 þús
EURO Dogleg gírkassi með smá lélegt sync. í 4. kemur úr bílnum hans Máza og ekinn um 270þús
2x vatnskassar, einn í 100% lagi
2 vélartölvur
drifskaft
pústkerfi
auka pústgrein með brotin flangs á cyl#1
Pústið er allveg skemmtilega hávært og þrusu flott hljóð í þessu

Og það er allveg hreint magnað að aka um á þessu með S14 ofaní

fáránlega skemmtilegt