Jæja kominn tími á smá öpdeit en ég hef ekki komist mikið í að vinna í þessari elsku þar sem að vinnan og familían taka mest allan minn tíma
Tímahjólið komið af:

Nýja vatnsdælan, vatnsláshúsið, vatnslásinn og kælivökvaforðabúrstappinn:

New hotness vs. old busted crap:

Nýja vatnsdælan komin á sinn stað:

Hægra ventlalokið komið af þar sem að það lak með hálfmánunum aftan á heddinu þó pakkningin væri ný þannig að ég þurfti að henda sílikoni með hálfmánunum til að þétta þá, svo hreinsaði ég uppúr kertagötunum og skipti um kerti:

Ég skipti líka um gúmmíþéttingarnar sem fara með ventloksrónnum og er hér mynd af gömlu sem láku btw:

Nýju gúmmíþéttingarnar a la Victor Reinz:

Ég hreinsaði upp ventlalokið, ventloksrærnar og skinnurnar:

Tímahjólið og strekkjarinn fyrir AC reimina kominn á sinn stað:

Ég síðan varð að rífa ventlalokið af vinstra meginn þar sem að ég braut skrúfjárn við það að reyna að ná gúmmíþéttingunum sem fara með ventlaloksrónnum af, svo fastar voru þær

:

Gömlu kertin sem voru btw OEM en rúmlega þreytt:

AC dælu pósa eftir þrif en hún var svört af olíudrullu:

Þegar ég setti AC kerfið aftur í þá skipti ég um alla O-hringina í leiðinni:

AC leiðsluspaghetti:


Það var svaka stuð að tengja rafmagnið í AC viftuna en plöggið var röngu meginn við bitan s.s. ljósamegin þannig að ég þurfti að losa allt loomið upp sem er inní ljósabitanum, losa bitan, taka plöggið í sundur og draga svo allt loomið lengra til hægri um ca. 10cm til að fá plöggið á réttan stað. Svo hafði ég mikið fyrir því að setja plöggið vitlaust saman og skildi ekkert í því af hverju það var ekki að passa en þá var líka kominn tími á að fara að sofa enda orðinn vel ruglaður af þreytu

Báðar reimarnar splunkunýjar en viftureimin sem var síðan í júní var orðinn ónýt en ég tel að hún hafi ekki verið nógu strekt enda átti stýrið það til að detta út:

Svo skipti ég loksins um frjókornasíuna sem var orðinn steypt af drullu og átti miðstöðin MJÖG erfitt með að draga loft í gegnum hana

:

Samkvæmt Bentley manualinum átti áðeins að þurfa að fjarlægja tvo panela, hanskahólfið og eina lofttúðu til þess að ná að skipta um frjókornasíu en það var ekki alveg rétt

:


Þarna sést inní hólfið sem sían á að sitja í:

Svo er mjög stutt í kúplings- og framhjólaleguskipti
