Þarna liggur þetta einmitt, fjármögnun, afföll og keyrsla!
Þessi bíll er nr 2 á heimilinu, er með 1.4 polo sem snatttík, þannig að þessi er ekki keyrður nema um 5-700km á mánuði.
Ég hef ekki efni á Skoda, hef verið með lán á bíl, og að bæta því inní formúluna breytir ÖLLU!!!
miðað við 10-13þ. km akstur á ári, þá margborgar þetta sig!
Ég er starfandi bifvélavirki, og hef verið í nokkur ár, og það að nýlegir bílar bili lítið, er ofmetið framúr öllu hófi!
Sérstaklega dísel!!!
Ég mun aldrei eiga dísel fólksbíl, ALDREI
Það er ALLT dýrara í kringum viðhaldið á þeim, + að þeir eru almennt dýrari, fólk verður að hætta að halda að eldsneytiskostanður sé alfa og omega þegar það kemur að rekstri bíls! Það er ekkert mál að finna aftermarket eða notað í E34.
Þegar dual mass svinghjólið bilar í skodanum, þá er eldsneytissparnaðurinn fyrir það árið farinn út um gluggan!!!
En já, það vilja ekki allir vera á svona gömlum og ljótum bíl
Vinur minn var að eignast barn, og ætlaði að kaupa steisjon bíl, ég reyndi að láta hann kaupa góðan E34 eða W124, en þau vildu nýlegan bíl sem bilar "ekki" og keyptu 2005 volvo V50 á tæpar 2 kúlur, það má halda góðum E34 eða W124 gangandi í mörg ár fyrir verðmuninn, og volvoinn MUN bila, en each to his own

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,