Jæja þessi fékk loksins smá TLC.
Báðir demparar H/M voru ónýtir, afturdemparinn festist og skaust í gegnum fóðringuna og inn í skott, bókstaflega!
En Bjarkibje snillingur reddaði mér dempurum og skellti ég þeim undir bílinn í dag. Maður hefur neyðst til þess að keyra bílinn svona
vegna peningaleysis. En loksins er þetta lagað.
Einnig kom í ljós að balansstangarendarnir voru ónýtir (AM dót sem var sett í síðasta haust). Þeim var skipt út og er stýrisbúnaður
alveg að verða top notch. Á nýjann stýrisenda sem ég þarf að henda í þar sem stýrisendinn h/m er orðinn lúinn. Stýrisenda v/m var skipt út fyrir skoðun í mars.
Svo fékk bílinn olíuþjónustu og gengur hans eins og klukka (eins og hann hefur alltaf gert

)
Eftir það var honum hennt í hjólastillingu en boltinn í fóðringuni sem maður stillir camber að aftan með slitnaði, greinilega ekki verið hreyft í fjölda ára.

þannig að það er komið á listann.
Þannig bílinn er orðinn vel þéttur og enginn smá munur að keyra hann með 4 heila dempara
Annars verður líklega farið í airbag klukkuhringinn næstu helgi og aðra smáhluti.
Góða hvítasunnuhelgi
