Búið að taka aðeins á þessum síðan síðast update.
Tók Meguiar´s dag á hann og tók blæjuna og þreif hana upp með efni sem heitir Convertible & Cabriolet Cleaner. Efninu er úðað létt á blæjuna svo strokið yfir með mjúkum bursta, skolað af með vatni og látið þorna. Eftir það er blæjan úðið með C & C Weatherproofer. Blæjan varð kolsvört og lítur út eins og ný. Fór líka með PlastX efnið frá þeim á afturrúðuna til að reyna að fríska hana aðeins upp, það hvar hellings munur en rúðan er samt orðinn leiðileg.

Ég er enn að leita að ýmsum hlutum í bílinn til að gera hann eins og hann á að verða í minni eign en búin að koma einhverju í verk. Skipti um allar perur í mælaborði og innréttingu en ég held að nærri allar perurnar í innréttingunni hafi verið farnar. Setti í hann inniloftnet fyrir ofan baksýnisspegilinn svo ég geti hlustað á Bylgjuna og Rás 2

. Setti Xenon 6000K í lágageislann og nýjar White perur í háageislann til að reyna að jafna litinn á milli ljósa, fáránlegt hvað þetta Xenon lýsir vel út á vegi.

Það er custom link á milli jafnvægisstangar og spyrnu, fann út að annar link urinn var slitinn úr og skemmdur. Svo það var farið í það í dag að smíða nýtt stykki til að koma þessu saman.

_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter