Smá update.
Var að glíma við smá vesen sem ég hélt að væri sambandsleysi frá rafmgeyminum. Búið að færa hann aftur í skott og mig grunaði að e-r staðar á leiðinni tapaðist straumurinn. Var eins og startarinn næði ekki að snúa mótornum.
Bíllinn vildi ekki starta og tikkaði bara í startaranum eða small smávegis en startaði ekkert. Þetta var að gera mig geðveikan, svo prufaði ég að jarðtengja mótorinn og viti menn, bílinn rauk í gang... gekk reyndar eins og drusla fyrst en það var nú bara útaf því að e-r loftflæðisslanga hafði hrokkið úr sambandi við allt brasið. Henni var hent í og þá gekk allt eins og á að vera.

Nú startar hann reyndar alveg hiklaust án þess að ég sé með mótorinn sérstakelga jarðtengdann. Var að spá í hvort það borgi sig ekki að jarðtengja hann samt betur til öryggis svo hann neiti nú ekki að starta allt í einu? Og já, hvar finn ég jarðtenginguna fyrir m20b25 í e30 ???? Var nú ekkert búin að leita neitt mikið, en sá samt ekkert augljóst
Hvernig er það, eru menn búnir að henda vetrardvalabílunum sínum á götuna núna? Mér finnst ég vera að sjá fleri og fleiri stífbónaðar kerrur á götunni.

Var að skoða veðurspána og það stefnir í hlýja viku svo ég held ég freistist til þess að sækja númeraplöturnar á morgun!! er ég nuts?
