Steinieini wrote:
KLyX wrote:
Jæja, hófst handa við bílinn um helgina. Vil þakka Inga kærlega fyrir veitta hjálp, án hans hefði þetta ekki gengið nærri eins vel.
Slatti af dóti sem kom við sögu þetta skiptið, enda ýmislegt sem átti að gera.
Ég fékk reyndar vitlausa borða í handbremsuna svo ég gat ekki skipt um allt þar, redda því við fyrsta tækifæri. En þetta er amk. allt á réttri leið. Fer svo bráðlega í skoðun og þá kemst ég að því hvort ég þarf að gera eitthvað fleira.
Það er smá bras með öndunina á mótornum að ég held. Var alveg slatti af olíu í inntakinu, meiraðsegja sían hefur fengið að finna fyrir henni. Hallast að því að þetta tengist eitthvað önduninni á mótornum, en ég er þó ekki viss, enda mjög óreyndur þegar kemur að þessum vélum.
Athugaðu með slönguna sem gengur úr ventlalokinu og í inntakið. Hún var full af viðbjóði þegar ég reif allt í sundur hjá mér
Já, þarf að tékka á henni. Ég var reyndar að panta nýja slíka því hún virðist eitthvað skemmd og einhver fúsk viðgerð á henni, svo það er aldrei að vita nema hún sé sökudólgurinn.
einarsss wrote:
Þetta er alveg vel ógeðslegur loftfilter, fannstu mikinn mun við að setja nýja í?
Fann nú ekki gríðarlegan mun, en það er eflaust hollara fyrir vélina að draga loft í gegnum hreinan filter en svona olíusmitaðan.