Jæja, þessi er kominn inn í skúr í yfirhalningu og skverun á þeim atriðum sem sett var út á í skoðuninni.
Verkefni dagsins í dag var að skipta um aftari subframe fóðringar.
Þær komu í póstinum rétt eftir áramótin, frá Ameríku, sökum þess að þetta var ekki til hér á landi, og of dýrt frá B&L.
Fékk FEBI/Bilstein fóðringar frá
www.autohausAZ.com, á góðu verði.
Mæli með að menn skoði þá vefverslun. Flestir slithlutir í boði á góðu verði.
Allavega, svona leit fyrsta fóðringin út.....23 ára gömul geri ég ráð fyrir
Það sést ekki af myndunum....en gráa málmstykkið í miðjunni er mölbrotið og alveg laust frá gúmmíinu í kring.
Það skrölti þokkalega þegar maður gaf í
Það gekk þokkalega að ná þessu úr.
Málmstykkið kom auðveldlega, enda handónýtt, gúmmíð líka, fúið og ónýtt.
Járnhringurinn innan í ytra byrði fóðringarinnar var vel gróið við subframeið sjálft.
Náði að skera það með að skáskjóta skrúfjárni og "meitla" það í sundur.
Pússaði allt ryð innan úr hringnum í subframeinu, löðraði öllu í mótorolíu og nýju fóðringuna líka.
Svo kom erfiða verkefnið að setja hana í
Ég hef gert þetta áður í E28 og það var síðasta sumar í 535i og gekk það ágætlega að pressa nýju upp í.
Núna er ekki sama sagan, þetta virðist bara ekkert vilja ganga saman.
Fóðringin snýr rétt og allt, löðrandi í olíu....en bifast hægt upp í subframeið.
Búinn að prufa flest allt, tjakka hana upp í, stór sleggja....hita járnið utan um etc...
Svona leit þetta út um kvöldmatarleytið þegar ég fór í mat....
Ákvað að segja þetta gott fyrir um hálftíma síðan, enda handleggirnir búnir eftir sleggjuna
Þá var hún komin upp að bilinu í fóðringunni, ca 1-1,5cm eftir.
Ég sannarlega vona að ég nái betri árangri á morgun að djöfla henni í....og hvað þá hinu megin, vona að hún verði skárri
