Jæja þetta var mjög leiðinlegur endir á annars vel hepnuðum degi og hvað þá jólagjöf.
Ég s.s. fór í borg óttans í gær, áður en að ég gerði það kom ég við á N1 í Keflavík og mældi vökva ásamt því að fylla tankinn af bensíni. Þar á eftir bruna ég í borgina og stoppa við í Smáralindinni, BT í Skeifunni og svo í Blómaval niður við Sundahöfn og á þessum stöðum verslaði ég jólagjafirnar sem ég lét síðan pakka inn í Blómaval(ég er algjörleg ófær um að pakka inn jólagjöfunum sjálfur). Þar á eftir fer ég einn rúnt uppá Höfða og enda svo borgarrúntinn í N1 í Hfj. þar sem að rúðurnar voru þrifnar. Loksins legg ég af stað til Sunny Kef og var ferðinni heitið beint niður í Bílabaðið í Keflavík til þess að skola seltuna af bílnum og tjöruþvo dekkin en fyrst þurfti ég að koma við á Básnum og kaupa mynt í Bílabaðið. Eftir að ég hafði skverað til tuskutoppinn í baðinu og athugað alla vökvana undir bonnettinu fer ég frekar óbeina leið heim(sökum þess að það var nú hált úti), og keyri um plönin hjá Samkaup og keyri svo veginn sem liggur við hliðina á Samkaup og heitir hann Krossmói. Ég keyrði þann veg á 40-50 km/h. sökum hálku og hafði ég ekki keyrt þennan veg lengi og vissi því ekki af SKURÐINUM sem lá þvert yfir veginn. S.s. ég náði ekki að stoppa bílinn sökum hálku keyri því ofan í skurðinn á 20-30 km/h. og pannan ásamt olíudælunni rifnuðu/brotnuðu undan bílnum og öll olían fór af mótornum og hann drap á sér
M.ö.o. ég keyrði ofan í skurð á undir hámarkshraða og einu vegarmerkingarnar voru tvær keilur í sitthvorum enda skurðarins og sáust þær mjög illa vegna þess að þær voru þaktar snjó

. Það hefur s.s. verið grafið skurð þvert yfir þennan nýmalbikaða veg og svo hefur verið mokað aftur ofan í hann en ekki nógu mikið enda vantaði malbikið uppá og var þessi skurður því töluvert djúpur.
Þetta er ekkert annað en tryggingarmál en gæti endað illa þar sem að ég og Keflavíkurbær erum tryggðir hjá sama aðila > TM.
En bíllinn var fluttur af staðnum með dráttarbíl og er hann nú niður í Gróf í Keflavík með ónýtt hjarta
