Jæja,
Kominn tími á update hér. Ég hætti við vélarswappið vegna tímaleysis. Flyt til UK eftir viku og því þurfti að breyta plönum í samræmi.
Ég fór samt í það að koma helstu hlutum sem ég var búinn að sanka að mér á bílinn. Skipti um hægra bretti, framsvuntur, kastara, allar hurðir (á enn eftir að setja eina á

). Fór með bílinn í smurningu, bónaði og þreif og endurstillti olíutölvuna. Ætla svo að reyna að ventlastilla og skipta um smáræði í viðbót.
Annars er bíllinn formlega til sölu. Auglýsing kemur bráðlega
Tók nokkrar myndir sem heppnuðust svona la la. En þessar fundust mér skástar...
Orðinn mjög sáttur við lookið á bílnum þó svo að það megi laga nokkra hluti í honum. Stefni svo á að fá mér annan E30 um leið og ég er kominn út
