Jæja í kvöld er búið að skipta um kerti, ventlalokspakkningr og skipt um pakkdós á skiptingu, rífa startara og alternator úr gömlu vélinni.
Svo eru hérna nokkrar myndir
Bíllinn kominn upp á þessa þrusu búkka
Hérna er rafkerfið, hafði áhyggjur af því að þetta væri eitthvað mál, en þetta var mjög auðvelt þar sem allt rafkerfi fylgdi nýju vélinni
Verið að grúska í rafkerfinu, mjög gaman hjá mér
Hérna sést hvernig throttle boddýið er á usa vélinni
Hérna sést hvernig throttle boddýið er á euro vélinni, skynjari þarna ofan á og vír sem á að tengjast að neðan, reyndar sést ekki
Mótorinn nánast kominn upp úr og gálginn í efstu stöðu, en strákurinn stökk bara ofan í húdd og lyfti undir þetta. Ég bara nennti ekki þá að fara rífa hann undan búkkunum þá, var orðinn þreyttur og pirraður
Náungar sem voru svo hugulsamir að veita mér andlegan og líkamlegan stuðning við að hífa dótið upp úr
Samansafn af svefngalsa og steranotkun
Verið að rífa af gamla mótornum pústið
Var að skipta um ventlalokspakkningar og þetta leit allt mjög vel út, sást ekki slit á neinu
Þurfti að færa háspennukeflið og kertaþræðina á milli, voðalega flott system
Til að skipta um pakkdósina þurfti að rífa þessa hlíf af skiptingunni og pakkdósin var föst í húsinu, var frekar auðvelt
Verið að rífa skiptinguna burt
Það hafa þó nokkrir verið svo góðir í sér að hjálpa mér og ég vil þakka þeim öllum saman
Vona að þið hafið haft gaman að þessu og ég ætla að vera duglegri að taka myndir þegar mótorinn fer ofan í næstu helgi
Eina er að ég ætla að láta tækniþjónustu bifreiða græja olíu og síu á skiptinguna, hef minnstan áhuga sjálfur á því að koma nálægt því
Þetta er búið að vera bara þokkalegt vesen í kringum þetta og tekur ágætan tíma að dunda í þessu, það er svo ágætlega pakkaður vélasalurinn og lítið aðgengi að mörgu þarna. En er samt búinn að læra helling á þessu og hafði gaman af þessu, en á tímabili langaði mig bara að hringja í vöku og láta þá pikka þetta brak upp, en þetta hafðist á endanum