Ég er núna fluttur heim til Íslands, búinn með námið. Ég var rétt í þessu að sækja bílinn úr tollinum og er mjög feginn. Er búinn að vera á Yaris í 2 mánuði á meðan bíllinn var úti. Þvílíkur munur.
Ætla að byrja á því að hressa upp á hann aðeins, planið er að:
Skipta um olíu og olíusíu (auðvitað), bremsuvökva, kælivökva, diska að aftan og borða, handbremsuborðana innan í disknum og skipta síðan um Flex diskinn í drifinu.
Af útliti er á döfunni að kaupa 17" M-contour felgur þegar fer að nálgast sumar og einnig armpúða á milli sæta. Bíllinn er núna ekinn 179k sem þýðir að ég keyrði hann um 50k km um alla evrópu. Hann stóð sig ótrúlega vel og ekki leiðinlegt að geta ferðast í svona góðum bíl. Gaman að segja frá því að hann var að eyða steady 8-8,5 l/100 hjá mér (ég keyrði á hraðbraut í skólann, yfirleitt á ~130)
Hann lítur jafn vel út og áður en hann fór út. Franska umferðin ekkert búin að skemma hann fyrir utan tvær litlar rispur sem ég ætla að láta laga. Hér er mynd frá Frakklandi. Ég hendi inn nýrri mynd þegar felgurnar eða aðrar breytingar eru komnar. Annars er ekki planið að gera miklar breytingar, finnst bíllinn afskaplega fallegur eins og hann er, vantar bara stærri felgur.
