Jæja, kominn tími á smá update á bílinn.
Ég hef nú ekkert verið að eiga við þennan bíl annað en svona það sem eðlilegt getur talist. Í fyrra fór í honum membra í soggrein sem var græjuð hjá B&L. Svo eru reyndar slitnir upphalarar í báðum framhurðum en þeir eru að koma til landsins í þessari viku og verður þá skellt í bráðlega.
En nú um helgina brá mér heldur betur í brún. Ætlaði að fara að smyrja gripinn og græja það sem þarf að klára til að koma bílnum gegnum skoðun. Þegar ég tek hlífarnar undan mótornum sé ég að þar er farið að smita hressilega með pönnupakkningunni. Fyrst hún var til ákvað ég bara að drífa í að skipta henni út.
Meðan hjálparkokkurinn var að taka pönnuna undan fór ég að þrífa olíuna af hlífunum. Svo veit ekki fyrr en komið er með pönnuna til mín og spurt "hvern fjandann er þetta að gera hérna?"
Ég lít ofan í pönnuna og hvað sé ég nema 7 bolta liggjandi þar!!!
Þarna hvítnaði ég algjörlega í framan og kjálkinn fór í ferðalag niður á gólf. Hélt að nú væri ég bara á leiðinni að fara að afskrifa mótorinn. Þegar farið var að skoða boltana betur kom í ljós að þarna voru 6 eins og einn svolítið stærri. Þessir 6 voru alveg heilir en sá aðeins á þeim sjöunda. En hvaðan í fjandanum komu þeir???
Við nánari skoðun kom í ljós að þessir 6 tilheyrðu olíudælunni, samskeytunum á henni. Enn voru nokkrir eftir í henni en þeir stóðu allir eitthvað út. Sá sjöundi var svo einn af þeim sem festa dæluna upp í blokkina.
Ekkert virtist dælunni hafa orðið meint af þessu og bíllinn hafði aldrei verið í vandræðum með að ná upp olíuþrýstingi. En mér þykir ljóst að hefði ég ekki séð þetta núna að þá hefði voðinn verið vís.
Þannig að ég hvet alla M60 eigendur til að skoða þetta hjá sér, því að þetta er víst ekki óþekkt dæmi eftir því sem ég hef séð á netinu eftir þetta atvik.
http://forums.bimmerforums.com/forum/sh ... erid=56200