Jæja, þá er maður búinn að breyta og bæta örlítið. Á dögunum verslaði ég mér Xenon og aftermarket Angel eyes kit. Ég bjóst nú ekki við miklu af þessu angel eyes kit-i en þegar það var komið í kom það mér nokkuð á óvart og finnst mér það bara koma nokkuð vel út. Þetta er auðvitað ekki eins og að kaupa sér facelift ljós enda kostaði þetta bara brot af því.
Annars var ég í Bandaríkjunum fyrir skömmu síðan og þar notaði ég tækifærið til að versla mér ný afturljós, hliðarljós og M-grill.
Myndir segja meira en þúsund orð:
Hérna sjást ljós sem ég keypti af ebay. Þegar ég fékk þau fannst mér stefnuljósið vera soldið svona "Alteza"-legt en annars finnst mér þetta mikið upgrade.
Hérna sjást angel eyes hringirnir, þó þeir sjáist að vísu töluvert betur þegar tekur að rökkva.
