Dagurinn í dag er bara búinn að vera forvitnilegur...
Það er allt búið að ganga á afturfótunum en samt einhvern veginn fékkst lausn útur öllu á endanum.
Ég er búinn að setja Mtech I stuðarann saman, sem reyndist nú ekkert auðvelt þar sem járnstuðarinn var örlítið skakkur og þurfti ég að rétta hann aðeins að handafli (iron man) og svo þegar þetta var nú allt komið saman með smá mixeringum og dúlleríi þá vildi ein helvítis kastarahlífin ekki á. En þetta fór nú allt einhvern veginn saman á endanum og svo þegar ég ætlaði að fara setja stuðarann á þá passaði hann ekki..
Leitaði og leitaði hvar hann lá utan í.... Þá var það fawking dráttaraugað að framan sem lá utan í hliðinni og olli því að hann passaði ekki.. Náði í 20 kg sleggju og rétti þetta aðeins með nokkrum vel völdum höggum (er að hefna mín á bílnum fyrir alla marblettinga og skurðina sem hann hefur gefið mér

)
Þannig að stuðarinn er kominn á, stefnuljósin virka og allir sáttir.
Fer í afturstuðarann á morgun. Það verður nú ekki eins erfitt, en ég á samt ekki nógu margar höldur fyrir það þannig ég verð að fara upp í vinnu að smíða aðeins. Redda því svo sem.
Tengi líka geislaspilarann og ég er bara ánægður með græjurnar,
Er með Alpine 4x50 w Mp3 spilarana í BMW litunum á skjánum:lol:
370 pioneer 6x9
175 w Alpine Type E
Virkilega sáttur með þetta bara, nennti ekki að troða keilunni minni með þessu, þyngir hann bara og tekur pláss.
Bíllinn er alla vega tilbúinn að innan núna, þannig sá kafli er búinn.
Það sem er eftir
Festa spoiler
Afturstuðari
Innrabretti (smá frágangur)
Fá ljós á stöðuljós að aftan vinstra megin(pera líklegast)
Herða framstuðara að ásamt tengja kastara
Og svo einhvað smotterí sem tekur því ekki að telja upp.
Þannig ég verð mættur í skoðun þriðjudaginn næsta ef það gerist ekki ekki hryðjuverk við bílinn.
Myndir á morgun.
Skál...