Hef aðeins verið að klappa þessum síðustu vikur/mánuði með "smá" hjálp góðra manna hjá Eðalbílum en þetta hefur eiginlega verið eina viðhaldið sem þessi bíll hefur fengið hingað til. Kemur skemmtilega á óvart hvað það er hægt að fá vandaða varahluti á góðu verði ef maður rannsakar hlutina aðeins.
Afurspyrna frá Lemförder < 10k
Stýrisendi (úr AB, man ekki framleiðandann) ~ 12k
Spindilkúlur í framspyrnu frá Lemförder < 6k
Spyrnufóðringar (control arm fóðringar) að framan frá Lemförder < 10k
Hjólalega að framan frá Fag ~ 15k
Bremsuklossar frá Textar ~ 15k
Eftir þetta allt saman er bíllinn aftur orðinn helvíti þéttur í akstri og ber árin 18 helvíti vel bara en hann verður 18ára eftir rúman mánuð. Það fer nú samt að koma tími á lakkviðgerðir og smá yfirferð yfir mótor (smá leki hér og þar) en ekkert alvarlegt og bíllinn notaður alla daga allan ársins hring.
Miðað við að þetta er gott sem eina viðhaldið sem bíllinn hefur fengið á þeim þremur árum sem við hjónin höfum átt bílinn, hvað hann notar af eldsneyti (12-13l/100km innanbæjar) og hversu vel hann hefur haldið sér í verði þá er þetta bara hagkvæmasti bíll sem ég hef átt
