bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 127 of 423

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 09:21 ]
Post subject:  Re: M3 GTtt 111/350 (356) HULK is back

Svona til að byrja að svara Krulla þá er oft betra að segja ekki neitt ef þú hefur ekkert gott að segja. Kreppan heimsótti mig reyndar, hvar viltu að ég byrji? Á því að ég tapaði öllum sparnaðnum mínum? Á að ég missti vinnuna mína? á að fyrrverandi vinnuveitandi skuldar mér ansi marga mánuði í laun og ýmislegt annað? Ég er ekki mikið fyrir að svara mönnum sem tala með rassgatinu því að yfirleitt lyktar það svo illa að ég hreinlega þarf að halda fyrir munn og nef.

En að bílnum:
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, reyndar var ég búinn að segja slatta í þessu sem Einar póstaði fyrir mig.

Það er svo margt betra í þessu setupi, en eitthvað er að sjálfsögðu verra eins og t.d. kúplingin og flywheelið. Þeir sem hafa keyrt bíl með svona racing kúplingu vita hvað ég meina. Slip er nánast ekkert og töluverður víbringur þegar maður tekur af stað. Annars venst þetta ágætlega.

En varðandi kraftinn þá er svo margt öðruvísi og betra. Mótorinn er náttúrulega nýr, og flestir partar miklu betri en orginal.
Fyrir þá sem hafa ekki fylgst með er þetta basically listinn yfir replaced hluti.
-Forged 8.5:1 stimplar frá CP Pistons í Ameríku (sérstaklega smíðaðir fyrir FI)
-Forged stimpilstangir pantaðar af Jaws Motorsport í Svíþjóð frá Ástralíu
-Húðaðar höfuðlegur og stangarlegur frá VAC Motorsport
-ARP stangarboltar og headboltar
-MLS stock thinckness pakning (0.070inch) frá Cometic
-Pakiningasett frá Ajusa (á að vera ágætt, en sumar pakningarnar voru betri OEM)
-Nýjar tímakeðjur, hjól og strekjarar frá BMW
-Nýjar ventlastýringar
-Portað og polishað head á intakslhliðini, ventlar slípaðir og stilltir
-Ný keramik húðuð tubular manifold, sérsmíðuð í landi hinna stóru túrbína (Sverge)
-EGT mælir, Electrónískur boost controler frá Gizmo, Porsche 993 Turbo MAF
-Ný bracket fyrir wastegate actuators, allt still og mælt af Mr.X sjálfum
-Sachs Racing kúpling (6puck) rebranded af OMP, rated 700nm
-JBRacing Ál flywheel (10lbs vs 24.5lbs OEM) með útskiptanlegri stálslitplötu

Held að allt sé upptalið fyrir utan custom Mapping by Mr. X sjálfum, sem er snillingur.

Niðurstaða:
Ég er loksins búinn að fá Racelogic Performance boxið til að virka og því get ég farið að taka mælingar, hröðun, bremsun, g-force við hröðun og bremsun o.s.frv.

Reving: miklu fljótari upp á snúning og niður aftur í frígír, en alls ekki erfitt í akstri
Boost: er kominn að mér sýnist í 10+psi við sub 3000rpm, jafnvel í lágu gírunum, boosta upp í 15.5psi max
EGT: Rétt rúmar 1500°F við 7500 RPM í 5gír V-MAX rönn sem er bara í lagi
Power: 1. og 2. gír eru nánast useless í þessum kulda (5-15gráður) jafnvel á nýlegum 265 CUP dekkjum, þannig að ég skipti yfir í venjuleg 225/245 T1R dekk því að slikkarnir slitna hratt í svona slippi.

Þetta er án efa langt frá því að vera kraftmesti BMW in der Welt, en hann er samt fjandi sprækur. Ég hef keyrt margt um ævina en þetta er by far mest scary bíll sem ég hef keyrt. N.b. Engin spólvörn í mínum.

,,,,,,,,,,BARA,,,,,,,,,í lagi en mega €€€€€€€€€€€

Author:  Einarsss [ Mon 16. Mar 2009 09:29 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

fart wrote:
Þar sem að þessi bíll verður bæði minn daily driver og trackbíll þá ætla ég ekki í einhverjar major breytingar, og síst af öllu á mótor.




:rofl:


Klikkaður bíll og mátt vera verulega stoltur af þessu apparati

Author:  saemi [ Mon 16. Mar 2009 09:32 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Úúúúú maður bíður spenntur eftir að berja þetta augum eftir rúman mánuð 8)

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 09:43 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

einarsss wrote:
fart wrote:
Þar sem að þessi bíll verður bæði minn daily driver og trackbíll þá ætla ég ekki í einhverjar major breytingar, og síst af öllu á mótor.




:rofl:


Klikkaður bíll og mátt vera verulega stoltur af þessu apparati


Ertu að segja að þetta séu mótorbreytingar? :lol:

Author:  Saxi [ Mon 16. Mar 2009 10:08 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Held að hamingjuóskir séu alveg in order

Eitthvað planað í sambandi við spólvörn, Racelogic?

kv.

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 10:29 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Nei, engin spólvörn plönuð, bara læra á hægri fótinn.

Það sem er planað er:
-Rafmangs vifta fyrir heitu dagana
-Klára að modda OEM intake pleniumið
-Fínisera pípulögnina

Svo þarf ég að klára TUeV og skráningu :x

Author:  Geirinn [ Mon 16. Mar 2009 12:33 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Vó, vissi ekki að ég gæti orðið svona reiður fyrir annars manns hönd, þvílíku subbulegu ógeðslegu comment!

En það verður rosalegt að sjá myndbönd af þessum (ef þú leyfir okkur að sjá) :)

Til hamingju með breytingarnar!

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 12:40 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Hvaða hvaða, engin ástæða að hasast svona í manninum, ég held að þetta hljóti að vera misskilningur hjá honum.

En það verða póstuð video og græjur, no worries.

Author:  bimmer [ Mon 16. Mar 2009 13:58 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

fart wrote:
En það verða póstuð video og græjur, no worries.


Verður gaman að sjá þau!

Hlakkar til að taka rönn og svo verður jú líka gaman hjá okkur
að flengja Snorra :mrgreen:

Author:  JonFreyr [ Mon 16. Mar 2009 14:10 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

bimmer wrote:
fart wrote:
En það verða póstuð video og græjur, no worries.


Verður gaman að sjá þau!

Hlakkar til að taka rönn og svo verður jú líka gaman hjá okkur
að flengja Snorra :mrgreen:



It´s not nice to pick on the elderly :lol:

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 15:28 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -Money pit.. again-

Nú er ég bara orðinn hræddur um að ég hafi ofsellt bílinn.. mega væntingar hjá Sæma, Þórði og Der Alte... :? :lol:

Author:  Kristjan PGT [ Mon 16. Mar 2009 16:42 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -HULK is BACK-

Til hamingju með áfangann :)

Það má segja að bremsumod-ið í byrjun (var það ekki fyrsta mod?) hafi sett geðveikistóninn (vel meint) fyrir restina af breytingunum :)

Author:  bimmer [ Mon 16. Mar 2009 16:47 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -HULK is BACK-

Mér finnst samt það besta við þetta project vera þegar Fart sagði mér í upphafi
með stóískri ró hvað budgetið væri - hann myndi sko halda sig við það :D

Author:  Kristjan [ Mon 16. Mar 2009 17:15 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -HULK is BACK-

Það væri gaman að sjá rönn á milli RNGTOY og HULK.


ps. Þetta með Krullah þá hef ég það á tilfinningunni að hann hafi ekki verið að meina neitt illt með þessu, bara mjög óheppilega orðað hjá honum í garð manns sem hann veit greinilega full lítið til að vera commenta eitthvað á.

Author:  fart [ Mon 16. Mar 2009 17:57 ]
Post subject:  Re: M3 GT^2 111/350 (356) -HULK is BACK-

Budget? er það ekki bílaleiga :santa:

Page 127 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/