Sótti bílinn úr málun í dag. Var verið að mála framendan og afturstuðarann. Afturstuðarinn var farinn að flagna og framendinn var ekki í sama þar sem ég tók breiða framendan af bíl í Schwarz II en bíllinn er í Diamonschwarz. Plastsílsarnir sem ég keypti í USA voru líka málaðir en þeir fara ekki á alveg strax þar sem ég þarf að setja á hann þar sem mig vantar nokkrar festingar og allskonar dót sem fylgir.
Ég á bara eina mynd sem sýnir virkilega vel litamismuninn:

Og síðan eru hér tvær myndir af framendanum eftir samsetningu:


Lét ekki mála neðri partinn af stuðurunum því ég er á höttunum eftir Mtech framstuðurum, gæti samt tekið smá tíma að finna þá og síðan fjármagna þá.
En ég er orðinn nokkuð sáttur með bílinn núna. Þarf bara að setja plastsílsana á og þegar það er komið þá er hann orðinn nokkuð góður þetta sumarið.
Hann er á vetrarfelgunum núna vegna þess að það á eftir að hjólastilla hann eftir fjöðrunarskiptin og 16" belgir eru ódýrari en 17" low profile til að spæna út af vanstillingu. Verður samt hjólastilltur fyrir bíladaga
