Takk fyrir skemmtileg og vingjarnleg svör.
Ég get bara sagt eitt, BMW eru yndisleg tæki
Ég er bara í stöðugri vímu að keyra um á þessum bíl. Mér finnst líka oft gaman að vera hrokafullur og bera saman hvað þú getur fengið fyrir rúma hálfa milljón hjá BMW miðað við hvað þú færð fyrir hálfa milljón í "venjulegum" bíl. Mér finnst líka stundum að mér beri skylda að leggja mitt af mörkum til að vekja almenning af þessum þyrnirósarsvefni sem vita ekki af BMW.
..en þetta er auðvitað sagt í gríni í miðri BMW vímu sem við þekkjum þegar við erum nýbúnir að kaupa bíl sem við fílum alveg í botn.. nema ég sé kannski bara sá eini sem þekki þetta?!?
