Nennti loksins með þennan í skoðun (og já, ég veit að hann er viðbjóðslega skítugur)...

Eins og grunur lék á, þá var nú ýmislegt fleira í ólagi en seljandi (ekki BOKIEM) tók fram...
Fékk endurskoðun út á ýmis atriði;
Bremsudiskar - BÁÐIR að framan, bókstaflega götóttir að innan, samt nýjir klossar

Ójafnir hemlakraftar - Eflaust tengt bremsudiskunum
Fremri spindill bílstjóramegin - Basic, sem betur fer á maður allt nýtt
Stefnuljós - vantar að framan farþegamegin, búinn að redda báðum OEM hvítum

Númersljós - ein pera sprungin, spurning hvort að LED fyrir E39 frá Ragga M5 virkar í E38 !?!?
En lagaði dempara að aftan og báðar hjólalegur að aftan áður en ég fór í skoðun...
Ströttarnir fyrir loftpúðafjöðrunina bíða eftir mér á pósthúsinu, og svo á ég eftir að fara yfir hvað ég þarf að fá frá Fannari til að stjórna þessu dóti

Hann ætlaði að setja út á AirBag ljós líka, en það slökknaði meðan að hann var í bremsutestinu þannig að hann lét mig vita að ég ætti að athuga hvað væri að...
Hef séð þetta gerast oft í pre 11/98 BMW... s.s. bílar með eldra rafkerfinu... hvað ætli þetta sé ?? kannski basic bara... mottan í sætinu
