Jæja,
Búinn að vera að spreða slatta í gripinn síðustu daga. Eðalbílar tóku hann og skiptu um sjálfskiptingarsíu og olíu ásamt því að ástandsskoða hann. Fékk stuttann lista yfir það sem ég þurfti að gera til að hann yrði tipptopp.
- Ný sjálfsskiptingarsíu og olía ( Eðalbílar ).
- Nýr stýrisendi vinstra megin.
- Nýjir demparar að framan.
- Ný hjólalega.
- Nýr ballancestangarendi h/m.
Síðan hef ég verið að dútla í honum sjálfur. Fór hálfa leiðina með Shadowline:
- Málaði nýrun svört.
- Málaði ljósbotna svarta.
- Ný stefnuljós smókuð.
- Tók leðrið í gegn með leðurlit af gerðinni LetherMaster sem alveg bjargaði leðrinu.
Ætlaði að stífbóna hann í kvöld og fara í myndatöku hjá Emil Erni en annað af nýju stefnuljósunum fauk af

Kom í ljós að smella hafði brotnað öðru megin við ísetningu. Verð því að fresta henni um rúma viku eða þar til stefnuljósið kemur.
Fyrir:

Eftir :




Þá ætti hann að vera kominn í helvíti fínt stand. Sé til hvað ég geri meira á næstunni.
Mbk,