WARNING!!!!
Það bar helvítis hausverkur að skipta um gírkassa á FWD!
Fór bókstaflega ALLT úrskeiðis í dag sem gat farið úrskeiðis. Ég er nett örmagna úr þreytu líkamlega eftir slagsmál dagsins.
Það er 100% ljóst að þessi bíll hefur ekki bilað mikið eða tjónast, því að hann var nánast því fjúsaður saman. Allir boltar heavy fastir. Ég þurfti að gefa mig allan í þetta líkamlega til að ná subframe undan, það hafðist þó á endanum.
Mesti hausverkurinn var að ná annarri rónni sem heldur öxlinum bílstjóramegin í hubbinum. Frúin var á bremsunni og ég á boltanum með lengsta herslujárn á meginlandinu, og átökin voru gríðarleg, en ekki vildi boltinn losna, það var allt reynt... WD40 og bíða, hita þetta í drasl, tappa á með hamri.. ekkert gekk. Á endanum ákvað ég að setja bara slípurokkinn á öxulinn! og loksins gat ég farið í að taka kassann úr.
Það var s.s. ekkert mega mál, fyrir utan öfga herlsu á öllum boltunum sem halda honum á sínum stað. dálítð þungt að taka við honum þegar hann loskins losnaði.
Flywheel var alveg FUSED fast, en þar er líklega að þakka gengjulími.
Svo þegar átti að fara að setja saman kom í ljós að Cooper S flywheelið er miklu þykkara en Cooper, og á varahlutalistanum fyrir swappið var ekkert varðandi það að skipta um bolta á flywheel, ég þarf því að panta þá.
En höfuðverkur dagins var þegar ég var að reyna að bora út bolta á Clutch slave bracketinu á Getrag Kassanum (kom þannig til mín). Ég boraði, hitaði og allt það dæmi, öfugugginn en ekkert gekk. Á endanum voru átökuin svo mikil að ég braut bracketið af

og ég rétt vona að það sé hægt að sjóða það á aftur. Það er nú ekki mikið álag á þessu þannig að það ætti að ganga.
Nokkuð viss um að samsetningin verður bara walk in the park miðað við að rífa þetta.