Jæja, ætla að henda upp info hérna, hann er eitthvað feiminn við þetta

En það sem að er búið að gerast í þessum bíl er að það er búið að þrífa hann, lakkið er mjög gott m.v. aldur og sennilega fyrri störf..
Það er búið að setja í hann Alpine Bass-Engine bassabox og Alpine spilara, OEM hátalarar eru í lagi, svo að þeir verða brúkaðir fyrst um sinn enda virka þeir bara flott undir 120Hz..
Bíllinn virðist vera mjög solid fóðringalega séð, en það verður að koma í ljós þegar að hann fer að hreyfa hann í vor hvernig það er..
En það sem að er fyrst á dagskrá með þennan er að kaupa nýjan rafgeymi og síðan allar hosur og slíkt nýtt þar sem að þær eru allar morknar og ljótar, síðan þarf að skipta um BÁÐAR hjólalegurnar að aftan en bremsur virðast vera í sæmilegu standi undir þessum bíl

Síðan þarf að græja nýtt púst alla leið, þetta sem að er í bílnum er alveg á síðasta snúning

Mjög fínn fyrsti bíll, og vonandi verður þetta til þess fallandi að BMW dellan vakir í Agnari um ókomna tíð
