gstuning wrote:
Kúl,
#1. Ef þú vilt ekki fá da mod bug, ekki breyta neinu í sambandi við bílinn
annars mun þetta bara vera einstefna í meiri útgjöld

Takk fyrir hlý orð. Bara gaman að vera kominn á alvöru BMW loksins.
Ég er ekki búinn að prófa LSD að ráði. Það er svo þröngt hérna þar sem ég bý að ég þarf að gera mér smá ferð til að leika. En það verður gert. Annars prófaði ég að gefa honum vel í einni beygjunni á leiðinni heim áðan (bara svona létt) og það er rosalegt "traction" í þessu. 245 breið dekk að aftan og LSD. Bíllinn bara spítist áfram
Planið er að fara rólega í breytingar. Bæði vegna peninga á meðan ég er í námi og líka vegna þess að tryggingamál eru einfaldari og ódýrari þannig. En ég ætla að reyna að "snurfussa" smá. Listinn er ca. svona:
* Selja einkanúmer (svo sem ekki tengt sjæningunni nema peningalega)
* Kaupa nýjar mottur inn í bílinn
* Nýjan gírhnúa
* Svört facelift nýru
* Láta sprauta smá og poppa út einni hurðadæld til að gera bílinn 99%
* Bera á leðrið
* Skipta um ABS sensor
* "Refurbish-a" felgur. Helst með Negaro miðjum
* Langar að taka spoilerinn af. Ætla að reyna að finna nýtt skottlok í rauðu.
* Setja M3 lip undir stuðarann og M3 "insert" í miðjunna á honum.
* Langar líka í FK design eða hella framljós (með svörtum botn) (*)
* Langar í M50 manifold og TB (*)
* Spurning um smá lækkun (*)
* Svo bara reyna að hugsa úber vel um hann.
(*) = ef ég skipti um tryggingafélag í haust og á aur
Langur listi en ég fer rólega í suma hluti þarna. Gott að skrifa þetta svona niður og setja sér markmið
Þessi er ca. langtíma fyrirmyndin (plús ég vill held ég negaro miðjur)
