Angelic0- wrote:
er ég að missa út á einhverju hérna ?
vill nokkuð svo vel til að Bjarki sé með myndavél í skúrnum svo að "ég og aðrir hér" sjái hvernig gengur ?

Er að drukkna úr spenning...
og svo til að vekja umræðu;
Angelic0- wrote:
Mér standa til boða túrbínurnar úr Skyline-inum hjá Teit og ég er að spá í að stökkva á það og gera þetta alvöru. Látum það samt duga að swappa M50B25 í húddið þannig að hann virki !
Nei.
Þessi bíll er búinn að standa alveg nógu lengi ógangfær og það er mér að kenna, og þú Bjarki er að laga það fyrir þig núna. Ég vil ekki sjá neitt svona túrbínuævintýri í þennan bíl! Við vitum báðir að það er ekki nóg að fá bara túrbínu, pústgrein og púst og bimmbammbúmm bíllinn 500hp og tekur Bugatti Veyron i spyrnu á ferðinni.
Til að setja Turbo á M50 þarf tíma, pening (og það helling) og einhvern með þekkingu og reynslu. Þetta finnst ekki hér á Íslandi. Gunni og Stebbi GSTuning félagar eru í þessu á M10, M20 og M30 mótorunum. Auðveldu og ódýru mótorunum. Þeir eru að þessu til þess að öðlast þessa reynslu og þekkingu og fara kannski í flóknari mótora seinna. Mér var vitnað í annan þeirra fyri einhverju síðan, veit ekki hvað mikið er rétt, en hann átti að hafa sagt "fyrsti mótorinn skal springa" og það var þá um fyrsta Turbóvædda M10 mótorinn sem er/var bar tilraun. Þetta segir okkur það að reyndustu mennirnir í að Turbóvæða BMW á Íslandi eru því miður ekki komnir lengra en þetta. (Ég segi reyndustu því ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur farið í svona verkefni að túrbóa BMW)
Svo það eina sem mun gerast ef þú ferð að reyna að troða túrbínu á þennan mótor er að hann annaðhvort springur strax, eða þá að þú nærð að byrja en nærð ekki að klára útaf reynslu- og þekkingarleysi, það nákvæmlega sama og ég lenti í þennan bíl þegar ég reyndi að swappa M50B25 úr sjálfskiptri fimmu í þennan bíl og það er eitthvað sem þú vilt ekki lenda í, kaupa bíl á rúma hálfa milljón, og eyða svipuðum pening í hann og sitja svo uppi með bíl sem þú getur ekki klárað, en ekki heldur selt á nema skitinn 400kall mest.
Þetta er mín skoðun á að setja túrbínu í þennan bíl.