JOGA wrote:
arnibjorn wrote:
Er samt ekki algjört maus að swappa ix mótor í non-ix bíl

Jú það er maus og í allflestum tilvikum betra að kaupa bara venjulegan i mótor.
Ég aftur á móti keypti þessa vél ekki dýrt og hún virkar fínt og betur en minna keyrður mótor sem er í bílnum.
Þannig að þó ég eyði slatta af vinnu (sem er þrælfín afþreying í mínum augum) í þetta þá ætti þetta að koma vel út.
En þetta felur í sér hitt og þetta og ég er búinn að liggja yfir þessu en sumt sé ég ekki fyrr en ég er búinn að rífa vélina úr og fer að skoða.
En t.d. snýst olídælan í öfuga átt. Fuel railið er eitthvað öðruvísi, pannann er allt öðruvísi. Picupið er öfugu megin á vélinni (og passar því ekki við i pönnu), blokkin er eitthvað öðruvísi líka.
En þetta hefur verið gert og ég sé til hvernig þetta gengur.
Ég er líka með allan "donor" bílinn þannig að ég get náð mér í það sem ég þarf.
P.s. ef einhver veit hvort ég þarf að sjóða nýjan "flans" á drifskaft úr venjulegum 325i til að koma á 325ix kassa þá má hann segja mér allt sem hann veit

athugaðu hvort þú getir ekki bara flutt vélarbitan úr IX í hinn þá getur þú haldið sömu pönnu og lætur bara sjóða í götinn á pönnunni

þá þarftu ekki að vesenast við að breita þessu öllu.
Og IX flangsið á kassanum er stærra en á normal 325 þanig ég mundi nota bara Kassan af 320 og selja kassan og millikassan

Lindemann wrote:
þú getur væntanlega ekki notað IX kassann í þinn bíl, þannig þú verður líklega að nota 320 kassann
Jú hann gæti það alveg en þá þarf hann moddað drifskaft
Millikassinn kemur bara af.