Hjalti_gto wrote:
Komdu nú með mynd af þessu tjóni sem réttlætir rifið á honum
Fyrst þú baðst svona fallega þá skrapp ég niður í skúr og smellti af nokkrum myndum sem sýna hversu illa body-ið er farið eftir utanvegar ferðalagið fræga.
Því miður get ég ekki sýnt myndir af honum með framendan á þar sem það er búið að rífa hann af og setja að mestu á annan bíl, en vinstra frambretti og stuðari eyðilagðist.

Á myndinni fyrir ofan sést að bitinn sem klessudemparinn boltast á er kýldur upp og beyglaður neðan frá.

Hér sést hvernig styrktarbitinn kýldist lítillega inn. Þetta á að vera þráðbeint.

Hér sést hvernig hjólaskálin afmyndaðist.


Þessar tvær sýna hvernig afturbrettist krumpaðist við að fá högg undir bílinn við útafaksturinn.

Hér er tjón sem var komið á bílinn áður en hann fór utanvegar.

Og að lokum sést hvernig varadekkjaskálin kýldist upp.
Við höfum ekki ennþá kíkt undir bílinn til að athuga hvrernig undirvagninn endaði eftir þetta ævintýri.
En treystu mér, við erum ekki mennirnir sem rífum fullkomlega heila bíla bara því það vantar eitthvað smotterí úr þeim. Við erum meira fyrir að taka BMW-a í döpru ástandi og koma þeim á skrið aftur. Það myndi hinsvegar aldrei svara kostnaði að standa í þannig fyrir þennan bíl þar sem þó að kram og annað er í góðu lagi, er body-ið sjálft ónýtt. Allir body hlutir fyrir utan húdd, grill, framstuðara og vinstra frambretti eru í topp standi.
Vona að þetta svarar efasemdum þínum um hvort þessi bíll var efni í rif eða ekki
