Skelti mér í það á mánudags og þriðjudagskvöld að setja nýtt svo til allann nýjann hjólabúnað í bílinn að framan.Setti einnig powerflex fóðringar í control arma og spyrnu ásamt swaybar fóðringum. Með mér í för var Fannar, lulex hér á spjalinu, sérlegur verkstæðisformaður hjá WET MOTORSPORTS
Setti í bílinn eitthvað sem sumir vilja meina að séu M5 control armar, en þeir eru úr áli.
Gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig að ná þessu í sundur. Byrjaði um helgina en varð svo strand útaf verkfæraleysi. Spindlar og stýrisendar vildu bara ekki úr, svo á mánudag var farið í búð og verslaður sérstakur fleigur og einhverskonar spindlapressa.
Þegar búið var að taka allt í sundur kom í ljós að 3 af 4 spindlum voru ónýtir, stýrisendar voru á síðasta snúning, millibilsstöngin var einnig slitin, sway bar endar voru gjörsamlega búnir, ásamt því að allar fóðringar voru komnar á seinnihelminginn, nema kannski sway bar fóðringarnar áttu eitthvað eftir. Ég hafði keypti eitthvað voða fínt 16 hluta hjólabúnaða kitt svo þetta átti ég allt til.
Hérna er svo kvikindið komið inná gólf á verkstæðinu
Fannst svipurinn eitthvað svo grimmilegur að ég mátti til með að smella af up close
Hér er svo mynd þar sem lækkunin sést betur, finnst þetta alls ekki nóg, en þetta gæti átt eftir að setjast þegar ég byrja að keyra bílinn, hef ekki ekið honum nema kannski 500metra síðan í ágúst í fyrra.
Hér eru svo control armarnir og stífurnar eftir að ég var búinn að setja powerflex fóðringarnar í
Hér sést svo munurinn á nýju millibilsstönginni og þeirri gömlu.
Hér er "panorama" mynd af því hvernig þetta var fyrir, eftir að ég reif drulluhlífarnar undan.
Hér er svo "panorama" mynd eftir að ég var búinn að raða öllu saman
Hér sést svo allt heila klabbið farþegamegin, verkstæðisformaðurinn vildi endilega mála járnin fyrir sway bar fóðringarnar í sérlega race gulum lit, svo ég lét það eftir honum
Hér er svo bílstjóramegin
Nú er ég bara að bíða eftir að pöntun á powerflex kittið að aftan skili sér í hús frá GS Tuning og þá verður farið í að setja það í ásamt Kmac stillanlegu trailing arm kittið ásamt því að lækka að aftan og setja í bílinn koni stillanlega þar.
Svo þegar ég tek hann út um miðjann maí þá munu fara undir hann ný dekk hringinn, 235/45R17. Vonast til að hann komi betur út á því, núna er 225/45r17 að framan, en 255/40r17 að aftan.
Það er farinn að koma verulegur fiðringur í mann að prófa að keyra kaggann
