Jæja partarnir sem ég pantaði eru loksins komnir, svo það var ekkert annað en að skella dótinu í og fara út að keyra!
Ég ætlaði að halda af mér að keyra þangað til:
1. Ég væri búinn að fara með bílinn í skoðun.
2. Ég væri búinn að klára shadowline projectið.
En:
1. Náði ekki að klára að setja saman áður en skoðunarstöðvar lokuðu.
2. Hvern er ég að plata? Ef bíllinn væri marglitur en ökufær myndi ég samt keyra hann!
Allavega, ég tók smá prufurúnt og skellti M Contour undir og niðurstöðurnar eru vægast sagt æðislegar þó ég ýki nú ekki einu sinni smá.
Hann er að vísu örlítið hærri, svona þar sem svipaðir lækkunargormar voru settir í hann en núna eru 4 af 4 gormum brotnir og 2 af þeim margbrotnir. Dempararnir að aftan voru farnir að smita en voru ennþá allt í lagi, annar framdemparinn var í góðu lagi en hinn var ónýtur. Botninn hefur farið í sundur á honum, allur vökvinn lekið úr honum og hann gerði bara ekki neitt. Var bara skraut. Genuine Bilstein/AC Schnitzer skraut. Ég ætla að renna með þá í Poulsen og sjá hvort það er þess virði að senda þá út í uppgerð.
Tók hérna tvær myndir af honum eftir prufurúntinn:


Það er nú frekar svekkjandi að hann hækkaði svona mikið. Efast um að hann eigi eftir að setjast mikið meira, ég keyrði hann um það bil 20 kílómetra í kvöld.
En eins og er er ég svo ofboðslega ánægður með hvernig hann keyrir er mér er
næstum sama um hversu hár hann er orðinn. Ætli ég kaupi ekki einhverja lækkunargorma einhverntímann í framtíðinni og skipti þessum út, en það verður eflaust ekkert fyrr en næsta sumar.
Mér fannst vera alveg perfect stance á honum á ónýtu fjöðruninni, verst að hún var akkurat það, ónýt!