Gunni wrote:
Stanky wrote:
Fannst nú bara fínt hjá Maxel að pósta þessu, þá koma menn eins og Gunni GSTuning, Alpina, Bjarki, Óskar eða Svezel og leiðrétta hann með einföldum orðum og málið er dautt.
Betra að kasta fram einhverju sem heitir "Held ég" en "það er þannig" - menn eru leiðréttir og þá er málið dautt eins og kom fram áður.
Þetta spjall er þannig að það eru mjög margir hérna sem hafa miklu visku varðandi BMW og það er oft á tíðum gaman að lesa pósta og svör frá þeim, allavega hef ég sjálfur lært mikið á því.
En hinsvegar er betra að spyrja heimskulegra spurninga en að vera heimskur alla tíð. Ekki satt?
kv,
Haukur
Ég get engan vegin verið sammála þér þarna. Það gerir ekkert nema að
rýra virði upplýsinganna hérna ef það er fullt af held ég og kannski "fullyrðingum"
frá mönnum sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um.
Þessi tiltekni einstaklingur póstar nánast undantekningalaust svörum við
spurningum með held ég og minnir mig, sem oftar en ekki reynist RANGT.
Ég var alls ekki að tala um einstakan meðlim sem póstar svörum við mörgum af þeim spurningum sem koma hér inn - og svarar þeim vitlaust.
Heldur var ég að benda á það að margir hérna inni gætu vitað nokkurnveginn hvað er að, ef ég tek dæmi:
"Hey, það ískrar í bremsunum mínum, gæti einhver vitað hvað er að?"
Svo svarar einhver: "Ég get ímyndað mér að skottlokið sé skakkt á bílnum, en CORRECT ME IF I'M WRONG"
Svo svarar einhver honum: "Já nei, skottlokið kemur ekkert nálægt bremsum. Byrjaðu á að athuga hvort klossarnir séu búnir".
Þetta er ÝKT dæmi, en dæmi.
Að sjálfsögðu er pirrandi þegar einstaklingar svara öllum þeim fyrirspurnum sem koma í tæknilegar umræður eða í bílum meðlima á rangan hátt, enda var ég ekki að tala um það þannig að hver og einn ætti að koma með sínar hugmyndir að lausnum fyrir hverja og einastu viðgerð. En fólk gæti haft einhverja hugmynd og að mínu mati ætti ekki að hika við að svara, þó hóflega, og eitthvað sem "gæti mögulega meikað sens"
kv,
haukur