ömmudriver wrote:
Sezar wrote:
Cabrioinn var á glænýjum dekkjum, get vottað það. Minnir að þau hafi verið merkt M+S.
Er eitthvað að frétta af tryggingamálum Arnar?
Já, fékk að vita það í gær að lögregluskýrslan er ekki enn tilbúinn(henni var lofað inná borð strax á fimmtudaginn

) þannig að ekki var hægt að byrja að vinna í málunum strax. En aftur á móti þá kom það í ljós að Reykjanesbær á ekkert í þessum skurði heldur er þetta skurður sem að ÍAV gróf fyrir Hitaveitu Suðurnesja og ekki nóg með það heldur eru bæði ÍAV og HS tryggðir hjá Vís sem eru víst sérlega erfiðir í því að borga/bæta mönnum svona holu-/skurðatjón
En að sögn TM manna ef að lögregluskýrslan er góð og vel unnin með góðum myndum þá á þetta vera nokkuð "SOLID CASE"

*EDIT* Ég keyrði þarna framhjá skurðinum í gær og það var víst búið að bæta í hann.
Ég er ekki sérfræðingur í svona málum en ég hefði haldið að allar framkvæmdir á vegum bæjarins ættu að fara í gegnum bæinn og að hann ætti í kjölfarið að allar merkingar og annað eiga að vera í góðu lagi.
Ég meina.. þú yrðir ekki glaður ef þú kæmir heim til þín einn daginn og það væri bara búið að fræsa upp innkeyrsluna og moka í garðinn og allir horfa á það sem allt í lagi því að þessi var að gera þetta fyrir hinn.
Tryggingarfélög eiga eftir að gera og segja hvað sem er til þess að þurfa ekki að borga. Vís á bókað mál eftir að segja þér að TM þarf að bæta þetta.