Þessi fékk smur á vél, framdrifi og millikassa á föstudaginn fyrir viku (31. jan)
Ætlaði að smíða hlífðarpönnu ndir hann í leiðinni, en hafði ekki tíma útaf matarboði.
Á miðvikudaginn keyrði konan svo ofaní djúpa holu og braut olíupönnuna
Sæmi var að selja Bartek mótor úr ix, og fór ég og fékk pönnuna hjá honum.
Ætlaði að skipta um tímakeðju í leiðinni, en það virðist ekki vera til strekkjari og sleðar í landinu
Þar sem þetta er bíll #1 á heimilinu, þoldi málið enga bið, og verður keðjan að bíða, búinn að panta keðjusett.
Viktor og Bartek vöruðu mig við því að þetta yrði ekki gaman, sem voru ekki ýkjur!
Hér á eftir kemur DIY fyrir olíupönnuskipti í E34 ix:
Verkfæri sem þarf: Öll sem þú átt, og 3 í viðbót.
Það sem þarf að losa: ALLT!
Fáránlegt að þurfa að skrúfa bílinn utanaf olíupönnunni

En ég fékk hlífðarpönnu hjá Bartek, og ef konunni tekst að stúta olíupönnunni núna, fær hún að skipta um hana sjálf!
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,