Jæja ætli það sé ekki kominn tími á smá update. 30 des þá tók ég skyndilega eftir
því hvað það rauk hreinlega upp úr húddinu á bílnum, kíkti undir og þá kom nánast buni
úr vatnskassanum.
Tókst að fylla hann með vatni og koma honum heim með hjálp félaga minns SiggaGS.
3 jan svo þegar allt var opið aftur ákvað ég að taka vatnskassann út sem satt að segja
var mikið minna verk en ég bjóst nokkurn tíman við.
Hér er hægt að sjá skemmdina sem var á vatnskassanum:

Fór í Stjörnublikk sem að sögðu mér að kassinn væri ónýtur, kom svo í ljós að ég þekkti einn
mann sem vinnur þarna þannig að maður náði að redda sér mega afslátt á splunkunýjan vatnskassa.
Svo var ég í einhverju basli með að lofttæma kerfið en á endan þá tókst þetta með pabba svo það
fyrsta sem ég gerði var að fara niður í Pitstop og skella dekkin á felgurnar og setja þær undir með
Nokian Hakkapeliitta:

Spurning hvort að spacerar séu málið svo;

Keypti svo fullt af smá hlutum frá pelicanparts sem ég er að reyna að redda
frá Bandaríkjunum. Nánar um það þegar að því kemur.

Viftukúplingin virðist vera með leiðindi hjá mér líka svo ég gæti þurft að skipta um því, var annars að íhuga
hvort að rafmagnsvifta sé betri lausn....Hafa menn reynslu á svoleiðis ?