Sumir dagar eru betri en aðrir...
Lak alltaf úr dekkinu á einni BBS felgunni í sumar þannig að ég fór með hana uppá dekkjaverkstæði í dag og ætlaði að láta laga það en komst að því að það er ca. 2-3 cm sprunga í felgunni að innanverðu og dekkið ónýtt
Fer með hana í viðgerð á morgun og kaupi svo nýtt dekk.
Svo talaði ég við sprautuverkstæðið, bíllinn fer inn á miðvikudagsmorgun til að láta setja lip-ið undir framstuðarann, reyna að laga eitthvað skekkjuna á nýrunum og smá dútl.
Fór einnig með bílinn í aflestur hjá TB og þeir fundu bara einn hlut að, speed sensor v. megin að framan svarar ekki. Bilanagreining: Skynjari ónýtur, lélegt samband (drulla á skynjara) eða hjólalega farin.
Fer líklegast í það að laga það í vikunni. Bíllinn hefur ekki verið í svona góðu standi í nokkur ár, einhverjir bakþankar komnir í gang vegna sölu...

_________________
Rafnar S. ZZ-658 1999 BMW M5 [BIVIVV] (Gamli Romeo)
Gamlir
RU-479 1997 BMW 523iA (Gamli BIVIVV) - Rifinn og skel hent í Noregi
1999 - BMW 540i/6 (driftbíll, seldur í Noregi)
1991 - BMW 850ci - Ónýtur eftir árekstur í Noregi
