Fór í roadtrip dauðans á þessum seinasta Föstudag. Lagði af stað frá Edinborg um kl. 20.00 og var kominn til bróður míns í Svíðþjóð kl. 21 (á hanns tíma) daginn eftir, þá búinn að keyra 1300
mílur slétt.
Inni í þessu er svo ein ferjuferð yfir Ermasund, bensínstopp og annað.
Á Sunnudeginum bætti ég svo við um 390 mílum frá Svíðþjóð til Osló. Því samtals nálægt 1700 mílum á vel innan við 48 tímum.
Bíllinn var ALGJÖR draumur á leiðinni. Hann er með að mig minnir 2.93 drif orginal og var að krúsa alveg ÚBER létt á ca. 70-100 mílum eftir þörfum. Meðalhraðinn skv. GPS (með og án stoppa) var yfir 60 mílur á klst sem er nú nokkuð gott miðað við
Til að toppa þetta var bíllinn ekki að eyða neinu í ferðinni. Náði alltaf vel yfir 400 mílur á tankinum og tók alltaf bensín áður en bensínljósið kom. Reiknaði ekki eyðslu nákvæmlega en hún var í það minnsta eitthvað rétt undir 7 á hundraðið

.
Nú er maður sem sagt kominn til Osló og keyrir hér um á 328i með stýrið öfugu megin við mikinn fönguð annarra í umferðinni
Þar til síðar. Úber and out...