Smá pistill um E39 M5.
Við fyrstu kynni virkaði hann á mig frekar saklaus. Eiginlega eins og
klunnalegur 5xx bíll. Hann var reyndar mjög skítugur og lítið spennandi.
Þetta breyttist um leið og ég setti lykilinn í svissinn og snéri.
VROOOMMM! Það fór bara gæsahúð um mig, og allt í einu virkaði hann ekki
svo klunnalegur. Ég var hálf smeikur að taka af stað, og lullaði yfir í
Aðalskoðun. Eftir að númerin voru komin á og ég búinn að skola aðeins af
fórum við hjónin í smá bíltúr.
Þetta er TÆKI. Algjört monster og alls ekki svo klunnalegur þegar maður er
búinn að taka DSC III af og stilla á Sport gjöf. Krafturinn er bjánalega
mikill. Eftir nokkuð langan bíltur fórum við heima að borða. Seinna um
kvöldið þurfti ég að kíkja aðeins út í bíl, freistaðist til að setja í gang
og þá var ekki aftur snúið, við tók 1.5kls bíltúr.
Hvað karakter varðar þá er bíllinn ljúfur sem lamb í venjulegum innanbæjar
akstri. En um leið og maður vill þá er endalaust power on demand. Það skiptir
nánast engu máli í hvaða gír maður er, hann tekur alltaf við sér. N.b. ég er ekki
enn búinn að mana mig í að keyra hann upp á topp snúning. Bílinn vekur litla
eftirtekt, sem er í sjálfu sér ágætt, en BMW menn glápa mikið.
Smá lýsing:
Vélin er Race græja. fyrir þá sem vita ekki þá er hún 400hö og 500nm. Það sem er merkilegt
er að hún skilar c.a. 140hestum við 1800 snúninga. Frá 1800 til 3000 er bíllinn í 400-500nm og heldur svo 500nm langleiðina í 400 hestana.
Hann hrekkur í gang með látum, og er hálf erfiður í ganginum
á meðan hann er að hitna. Hikstar, og gengur mjög gróft. Um leið og hann byrjar að
hitna þá finnur maður hvernig vélin vaknar til lífsins. Þegar hitamælirinn er komin
á réttan stað byrjar hún að vinna. Þá tekur hún rosalega við sér við smá gjöf.
Með því að stilla á "Sport" throttle response þá er hún mjög snörp upp, en nokkuð lengi
að ná sér niður. Soundið er ljúft í léttum akstri, mjög gróft í hægagangi (vanos Rattle)
en um leið og maður gefur honum hressilega koma drunur inn í farþegarýmið. Mótorinn er
hrein snilld.
Gírkassinn er ótrúlega nákvæmur, en hann er stífur. Maður rennir ekkert bílnum í gíra.
Maður þarf að setja hann í þá, og það nokkuð ákveðið. En eins og vélin þá er kassinn mjög
stífur þegar bíllinn er kaldur, en mýkist upp við hita.
Sætin eru Geggjuð. Maður finnur hreinlega ekki fyrir því að maður sé að keyra, en samt þannig
að maður fær góða tilfinningu upp um botnin.
Úr kyrrstöðu er mjög erfitt að taka vel af stað. 1. gírinn er erfiður. Ef DSC er á þá grípur það
strax inn í, en ef maður tekur það af á bíllinn það til að hoppa og spóla mikið. Um leið og maður
dettur í 2. gír verður málið einfaldara.
Jæja, þetta er nóg í bili. Nokkrar myndir fylgja.
