Jæja best að stofna þráð um nýjasta meðliminn í fjölskyldunni en það er 1988 520 með krami úr 1991 525 M50 sem skúra-Bjarki á heiðurinn af.
Bíllinn er helvíti þéttur og góður bara, lítið ryð, fóðringar virðast í fínu standi og mótorinn góður.
Liturinn heitir cirrus blau, eða homma blár á íslensku og naut eflaust gríðarlegra vinsælda meðal skápahomma í Þýskalandi...mér finnst hann allaveganna ógeðslegur


Planið er að gera þetta að drifter fyrir sumarið og fyrsta skrefið var stigið í gær með því að henda út opna ógeðinu fyrir aðeins minna opið drif....

Drifið er læst 3.23 drif sem kom úr flotta bsk. 525 bílnum sem Bjarki flutti inn á sínum tíma og Logi átti í einhver ár. Ég þurfti að skipta um inntaksflangs á drifnu til að þetta passað og svo passaði hraðamælisplöggið ekki heldur svo ég græja það við tækifæri.
Eftir smá prufurúnt í gær þá virtist þetta drif ekkert vera að læsa neitt svaka vel en eftir smá rúnt í morgun þá læsir það alveg þokkalega í beygjum. Ég sé til hvað ég geri með þetta eftir rönn á brautinni, ef það læsir fínt þar þá er mér alveg sama.
Einnig er ég búinn að redda mér annarri fjöðrun í bílinn sem kom einmitt úr sama bíl og drifið. Hendi því undir í vikunni


Næst á dagskrá er svo að losa mig við innréttinguna, fá nýtt stýri (sem er líklega fundið) og græja í hann 2 sportstóla. Sjáum svo til hvað gerist næst.
Það má allaveganna búast við því að sjá þennan bíl á hlið allar helgar í sumar
