Jæja, ég ákvað að henda upp þræði fyrir greyið áður en það verður of seint!
Þetta er semsagt E36 318i, keypti hann sumarið 2005 af Skúra-Bjarka!
Svona leit kvikindið út þá:
Í fyrra tók ég allt ryð í botninum í gegn, fyllti upp í 2 göt sem voru komin þar og hljóðeinangraði hann í leiðinni. Skellti í hann skíðapoka og einhverju smotteríi.
Hann er kannski ekki í alveg jafn góðu standi í dag
Ég er kominn með facelift stuðara, bretti og nýja sílsa, en á eftir að næla mér í framstykkið og þarf að næla mér í nýru líka, þau verða klárlega svört!
Ég er aðeins byrjaður að koma honum í stand, byrjaði á fjöðruninni.
Dempararnir, aðeins farið að sjá á þeim!!
Gormarnir... ekki í betra standi! 3 af 4 brotnir
Þetta fór í staðinn... keypti nýja í TB
og gormarnir frá Ingsie
Skemmda hliðin!
Allt komið undir, setti nýja ballansstangarenda í leiðinni. Skiptir ekki um neitt meira í bili, það er allt annað að keyra bílinn.
Byrjaður að rífa boddýhlutina af til að kíkja aðeins á ryðmál og svona.
Ágætis ryð hérna. Perustæðið var ekki lengi að detta af.
Þarf að mixa nýja festingu fyrir brettið, þ.e.a.s. þar sem það er fest neðst. hún er bara algjörlega horfin.
Veit ekki hvað maður á að nenna að vesenast í þessum ryðgötum. Þetta er nú bara gamall 318
Fattaði svo að ég ætlaði bara rétt að kíkja á bílinn, var ekki með neinn annan bíl til þess að fara á heim svo ég gat ekki parkað honum þarna á lyftunni alveg strax!!
Svo ég fór heim á bílnum svona!
Ekki beint mest spennandi projectið í gangi í dag, en maður er alveg ástfanginn af Rauðhettu gömlu, gaman að hafa hana í standi, það þarf ekki að henda miklum pening í þetta. Kannski 1-3 afborgunum af nýjum bíl
Hendi inn updates þegar ég held áfram með þetta, býst við að næst á dagskrá sé að kaupa framstykkið og henda því ásamt húddinu, stuðaranum, sílsunum og brettinu í sprautun. Þar verður einnig farið í alla ryðbletti á boddýinu.