Thrullerinn wrote:
bebecar wrote:
Þetta er allt í tómu uppnámi maður! Ég er ekki komin með tilboð í þristinn en það eru margir að pæla í 911 bílnum, þar með talinn Beggi sjálfur Porschekall!
Ég verð að selja annanhvorn bílinn og það hefur hvarflað að mér að selja báða og kaupa bara bíl úti í staðinn...
En allavega - að svo stöddu fer ég ekki í meiri lagfæringar en ég er búin að gera núna (búin að eyða slatta í eldsneytiskerfið og tékk á vél).
Varðandi Porsche bílana... þá finn ég á mér að stefnan verður líklega sett á 1979-1980 módel af 911 með 3.0 lítra vél næst, það er sá bíll sem ég er sannfærður um að sé bestur af ALVÖRU 911 bílunum.
993 kæmi til greina, 964 RS og 968 CS og að sjálfsögðu koma allar gerðir af 944 til greina. 928 er alltaf flottur en ég er pínku smeykur við þá.
Hvernig er staðan? Ertu búinn að selja kaggana?
Bimminn er seldur en 911 ekki... hann fór í nokkuð góða yfirhalningu hjá mér og það var ekki hægt að sýna hann á meðan á því stóð (tók 4 vikur) þannig að hann er enn óseldur, það birtist væntanlega auglýsing í þessari viku og vonandi kemst hreyfing á þetta svo ég geti keypt mér bíl EÐA hjól hér úti.