Það er kominn tími á smá update!
notaði bílinn slatta síðasta sumar, fór á Bíladaga, notaði bílinn í og úr vinnu ofl.
Skellti honum á bílasýninguna á bíladögum og setti splitter undir Islippið sem kom að utan sama dag og farið var norður
við Árni skelltum splitternum undir þegar við vorum að græja hann fyrir sýninguna




Smá fleiri myndir síðan í sumar



Svo í lok ágúst þegar ég var að fara leggja bílnum eftir sumarið ákvað ég að fara inná bílaplan og klára það litla sem eftir var af afturdekkjunum
það fór ekki betur en svo að mótorinn fékk hjartaáfall

Mótorinn úr

Kominn í mótorstand og næst á dagskrá að rífa í sundur til að sjá hvað er í gangi


Obbobbboobbb..... hér er ventill búinn að losna og ventlagormur laus

Eitt stykki boginn ventill

Fallegt far í stimpil

Heddið er farið í þrýstiprófun og plönun,, ásamt því að ef það er í lagi verður skipt um ventlaþéttingar
flestir sem ég hef rætt við telja að þetta hafi skeð útaf of háum snúning, ég er með tölvukubb sem er með 7500rpm rev limit
sem er sennilega allt of mikið fyrir orginal M50,, ætla að láta þann kubb allavega fjúka.
Fullt af updates á leiðinni,, er búinn að panta heilan helling af drasli til að gera við þetta sem er einhverstaðar á leiðinni
