Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að ég hendi inn þræði hingað um drusluna mína, þetta er semsagt e36 318is coupe með m52b28, ég kaupi bílinn seint 2014 af pál ágústi. Bíllinn lítur svona út þegar ég fæ hann

ætlaði mér alltaf að nota þennan bíl í það að æfa mig að spóla og keppa í driftinu í sumar
Stuttu eftir að ég kaupi bílinn er ég sviftur ökuréttindum

og þá stendur bíllinn ósnertur í einhvern tíma en þegar prófið datt aftur í hús þá kom smá metnaður að byrja að græja fyrir sumarið, fyrsta sem ég gerði var að setja stærri öxla í bílinn, kaupi flangsa og öxla af 188mm drifi hjá skúla og set í bílinn, svo þurfti hann að víkja í einhvern tíma á meðan ég var að taka upp motorinn í jeppanum mínum
í maí byrjaði ég að leygja aðstöðu með nokkrum félögum og kem bílnum fyrir þar inni

bíllinn hafði aldrei gengið almennilega hjá mér og mér fannst alltaf vanta einhvað uppá aflið í honum svo ég ríf soggreinina af til þess að gá hvað er að frétta þar undir og í kring og þá kemur í ljós að slangan sem tengist frá icv í stóru hosuna hjá throttle bodyinu vantar og ekki búið að blinda neitt svo bíllinn hefur verið að draga massa mikið af fölsku lofti inná sig og útskýrir líka afhverju bíllinn tók aldrei við maf skynjara.

það var bara eingin slanga uppá icv

hér var búið að loka á annan endann á stykkinu með kítti og mtn dew tappa

en ekki hinn endann gaman af þessu. gangurinn á bílnum er allt annar núna og hann er örugglega svona 20-25hp kraftmeiri eftir að ég gerði þetta

ódýrasta power mod sem ég hef gert

þar sem ég ætla aðallega að nota þennan bíl sem brautarbíl og á annan bíl til að keyra dagsdaglega checkaði ég hvað ég gæti skafið mörg kíló í burtu, keypti djúpann sparco körfustól og fékk 5punkta belti í láni hjá pabba

og reif ALLA innréttingu úr, þar á meðal teppið og hljóðeinangrun og allt dót sem var ekki bráðnauðsynlegt, útkoman var helvíti skemmtileg ég viktaði bílinn 1120kg með hálfann tank en hann er original 1320 og það með 4cyl motor

Mega sáttur!!
fékk svo félaga minn með mér í það að smíða veltiboga í bílinn um daginn, aðallega svo ég hefði einhvern góðan stað til þess að festa beltið

en annars er það bara töff að vera með veltiboga

Safety first!!
Seinasta föstudag keyri ég bílinn upp á akstursbraut í fyrsta skipti og er ótrúlega sáttur með virknina í þessum bíl! ótrúlega gaman að keyra hann, allt annar bíll í akstri en þegar ég fæ hann í hendurnar hann tekur löngu beygjuna útí enda og framhjá pittinum í bullandi spóli í 3gír!! bara í lagi! eina sem ég hef útá bílinn að segja er að kúplingin var orðin frekar slöpp og aðeins of laus/mjúkur að aftan, ný kúpling og poly fóðringar og allir að dansa!

tókst meiraðsegja að rífa afturstuðarann af með því að sprengja dekk! bara gaman

Verslaði mér nýja kúplingu og er að skipta um hana eins og er



Lúxuslíf í 328

rosa fínn með mtech

ekki eins fínn eftir að mtechið fauk af uppá braut

en samt með bling flellur, style 5 sem hjalti litli á
Næst á dagskrá er svo að fá skoðun, þarf líka að láta breytingaskoða hann 2manna, versla polyfóðringar og tengja vökvahandbremsu
