Jæja þessi stendur bara og bíður eftir sumrinu, verður ekkert notaður í vetur.
Listi sem verður græjaður fyrir vorið er svona:
Ný-notuð hurð farþegamegin að framan
Sprautun á hurð + sílsum og frammstuðaraMassa allan bílinn og bóna með Dodo juice purple haze
Ný innrabretti að framan eftir blauta vegamálingu í sumar
Nýr OEM splitter undir frammstuðara og hlíf yfir olíupönnuNýr hitamælir fyrir hitastig úti
Skipta um bremsuklossa hringinn og ath ástand á diskum og skipta ef þörf er á
Fara yfir alla slithluti í hjólabúnaði og skipta útFilmur
LED ljós í innréttingu og númer
Shadowline nýru
330i merki
Lip á skottlok
Polyhúða felgurnar.Þetta er ágætis listi og verð ógeðslega sáttur ef ég klára þetta allt saman,
Ættla að byrja á nýrri framhurð og málingu og fara yfir slit í hjólabúnaði

Ein síðan í sumar
Búinn að fresta felgukaupum þangað til næsta haust og verða þá keyptir lækkunargormar og 19'' felgur.
Verða þessar 17'' sem eru undir honum núna notaðar sem vetrarfelgur. (Þessvegna polyhúð sem er sterkara)
Felgurnar sem ég var að hugsa um eru ekki af verri endanum (bbs cx 003) og kosta 314.000kr + 173.170kr sem er tollur, sem gera þá 487.170 krónur hingað heim komið. (4 stk.)
En þetta eru bara pælingar á byrjunarstigi og enginn alvara strax í þessum felgupælingum, enda mikið af peningum sem þetta kostar

felgurnar